Erlent

Rýrt úran í skotfærum í Írak

Óli Tynes skrifar
Rýrt úran er einkum notað gegn brynvörðum farartækjum.
Rýrt úran er einkum notað gegn brynvörðum farartækjum.

Varnarmálaráðherra Bretlands hefur staðfest að breskar hersveitir hafi notað skotfæri með rýrðu úrani í innrásinni í Írak árið 2003.

Úran er notað vegna mikillar eðlisþyngdar sem gefur byssukúlum meiri höggþunga.

Það er aðallega notað í litlum fallbyssum sem er beitt gegn brynvörðum farartækjum.

Liam Fox varnarmálaráðherra Bretlands segir að þeir hafi notað um tvö tonn af þessum skotfærum.

Þau eru mjög umdeild vegna hugsanlegra langtíma áhrifa á heilsufar manna.

Búist er við að mannréttindaráðuneyti Íraks höfði mál gegn bæði Bretlandi og Bandaríkjunum vegna notkunar á rýrðu úrani.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×