Viðskipti innlent

Nauðasamingar SPM hafa öðlast gildi

Nauðasamningar Sparisjóðs Mýrasýslu (SPM) sem hérðasdómur Vesturlands staðfesti þann 15. desember s.l. var ekki áfrýjað til Hæstaréttar og hafa þeir því öðlast gildi.

Í tilkynningu segir að með úrskurði uppkveðnum þann 15. desember 2009, staðfesti héraðsdómur Vesturlands nauðasamninga Sparisjóðs Mýrasýslu, er samþykktir voru af kröfuhöfum á fundi þann 20. nóvember 2009. Úrskurði héraðsdóms var ekki skotið til Hæstaréttar og telst úrskurðurinn því endanlegur og nauðasamningar komnir á.

Því má svo bæta við að hér er í raun um fyrstu fjármálastofnunina að ræða sem lýkur fjárhagslegu uppgjöri með nauðasamningum í stað slitameðferðar, sem telja verður að hafi verið mun hagstæðari niðurstaða fyrir kröfuhafa. Greiðsluhlutfall samkvæmt nauðasamningnum nemur 67,6% almennra krafna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×