Viðskipti innlent

Meðalverð á fiskmörkuðum hækkaði umtalsvert mili ára

Meðalverð á fiskmörkuðum í janúar var fjörutíu og þremur prósentum hærra en í sama mánuði í fyrra, samkvæmt reiknistofu fiskmarkaða. Það var nú tæpar 285 krónur, en var 199 krónur í janúar í fyrra. Fisksalar kaupa fisk í verslanir sínar á fiskmörkuðunum og skýrir það sjálfsagt ört hækkandi fiskverð.

Algengt verð á roðlausum og beinlausum flökum í fiskbúðum er í kringum 1500 krónur, eða nokkur hærra en algengt verð á kinda, svína- og alifuglakjöti. Ekki liggja fyrir nýjar tölur um það hvort dregið hefur úr fiskneyslu upp á síðkastið vegna þessa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×