Lífið

Inga myndlistarmaður mánaðarins

Inga Sólveig Friðjónsdóttir sýnir verk frá árunum 2003-2010 í SÍM-húsinu, Hafnarstræti 16.
Inga Sólveig Friðjónsdóttir sýnir verk frá árunum 2003-2010 í SÍM-húsinu, Hafnarstræti 16.
Inga Sólveig Friðjónsdóttir ljósmyndari er myndlistarmaður aprílmánaðar hjá Sambandi íslenskra myndlistarmanna, SÍM. Inga Sólveig nam listir við San Fransisco Art Institute og lauk þaðan BA-prófi 1987 og hefur síðan búið og starfað hér á landi. Hún hefur haldið yfir 20 einkasýningar auk samsýninga. Síðastliðin fimm ár hefur Inga Sólveig rekið vinnustofu/gallerí Auga fyrir auga, Hverfisgötu 35 í Reykjavík og hafa ýmsir listamenn, erlendir og innlendir, sýnt í galleríinu.

Verkin sem Inga sýnir í SÍM-húsinu, Hafnarstræti 16, eru frá árunum 2003 til 2010. Myndirnar fjalla um dauðann, sorgina, himnaríki fugla og eyðingu náttúrunnar á mannvirkjum. Sýningin stendur til 29. apríl næstkomandi. Opið er frá klukkan 10-16 mánudaga til föstudaga.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.