Erlent

Aung San frjáls - mikil eftirvænting hjá stuðningsmönnum

Aung San Suu Kyi leiðtogi lýðræðisaflanna í Myanmar verður sleppt úr stofufangelsi í dag.
Aung San Suu Kyi leiðtogi lýðræðisaflanna í Myanmar verður sleppt úr stofufangelsi í dag.

Aung San Suu Kyi leiðtogi lýðræðisaflanna í Myanmar hefur verið veitt frelsi eftir sjö ár í stofufangelsi. Mikil evtirvænting ríkir í röðum stuðningsmanna hennar.

Aung San Suu Kyi hefur á undanförnum tuttugu og einu ári meira og minna verið í stofufangelsi í fimmtán ár, en síðasti dómur hennar til sjö ára vistar í stofufangelsi rann út í dag.

Fréttir fóru að berast af því í gær að herforingjastjórn Myanmar, sem áður hét Búrma, hefði ákveðið í gær að framlengja ekki varðhald hennar.

Aðeins örfáar vikur eru frá kosningum í landinu þar sem flokkur sem styður herforingjastjórnina vann stórsigur, en vestrænir eftirlitsaðilar telja að stórfeld sviki hafi verið höfð frammi í kosningunum.

Það voru fyrstu kosningarnar í landinu í tuttugu ár.

Suu Kyi er friðarverðlaunarhafi Nóbels og hefur í áratugi verið holdgervingur þeirra sem berjast fyrir lýðræði í landinu, sem stjórnað hefur verið af herforingjum frá árinu 1962, eða í bráðum 49 ár.

Stuðningmenn hennar hafa safnast saman skammt frá heimili hennar í borginni Yangon og við höfuðstöðvar flokks hennar, í þeirri von að berja hana augum þegar hún kemur út í frelsið eftir sjö ára einangrun.


Tengdar fréttir

Aung San Suui Kyi hugsanlega frjáls í dag

Stuðningsmenn Aung San Suui Kyi leiðtoga lýðræðissinna í Búrma, eða Myanmar, hafa safnast saman skammt frá heimili hennar eftir að fregnir bárust af því að hún kynni að verða látin laus út stofufangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×