Innlent

Barði í höfuð með skiptilykli

Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Ríkissaksóknari hefur ákært mann á fertugsaldri fyrir að berja annan mann með skiptilykli.

Maðurinn er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Atvikið átti sér stað að morgni 21. maí 2009, í húsnæði Tor fiskverkunar ehf. að Eyrartröð 13, Hafnarfirði. Sá ákærði réðst á hinn og sló hann með skiptilykli nokkrum sinnum í höfuð og líkama með þeim afleiðingum að fórnarlambið marðist. Fórnarlambið krefst 300 þúsunda í skaðabætur.- jss








Fleiri fréttir

Sjá meira


×