Innlent

Slökkviliðsmenn greiða atkvæði um verkfallsboðun

Boði Logason skrifar
Niðurstöðu úr atkvæðagreiðslunni er að vænta í lok vikunnar.
Niðurstöðu úr atkvæðagreiðslunni er að vænta í lok vikunnar.
Kjararáð Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur ákveðið að halda atkvæðagreiðslu á meðal slökkviliðsmanna um hvort boða skuli til verkfalls. Þá verður skorið úr um það hvort slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn fari í verkfall en þeir hafa verið samningslausir síðan 31. ágúst á síðasta ári.

Deila slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur farið tvisvar til sáttasemjara en ekkert gengið. Því hefur kjararáð ákveðið að greiða atkvæða um hvort boða skuli til verkfalls og er niðurstöðu að vænta úr atkvæðagreiðslunni í lok vikunnar.

Sverrir Björn Björnsson, formaður landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið fyrr en niðurstöður úr atkvæðagreiðslunni liggja fyrir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×