Innlent

Mikið verk óunnið

Þetta er í sjöunda sinn sem hvatningarverðlaunin eru veitt.
Þetta er í sjöunda sinn sem hvatningarverðlaunin eru veitt. Mynd/Arnþór Birkisson
Mikið verk er óunnið í jafnréttisbaráttu kvenna og konur eru í hlutfallslega fáum áhrifastöðum þrátt fyrir tækifæri í kjölfar efnahagshrunsins. Þetta segir ráðskona Femínistafélagsins sem veitti í dag fjórum karlmönnum hvatningarverðlaunin Bleika steininn.

Þetta er í sjöunda sinn sem hvatningarverðlaunin eru veitt. Femínistafélagið veitir verðlaunin fólki sem er í lykilaðstöðu til að hafa áhrif á jafnréttismál. Í ár voru bleiku steinarnir veittir þeim Páli Magnússyni útvarpsstjóra, Agli Helgasyni þáttastjórnanda, Vilhjálmi Egilssyni framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins og Gylfa Arnbjörnssyni forseta ASÍ.

„Þetta verður hvatning til að gera enn betur. Ég set þetta upp á áberandi stað þannig að þetta minni mig á það á hverjum degi að við eigum að hugsa á þessum nótum," segir Páll.

Kristín Pálsdóttir ráðskona Femínistafélagsins segir að mikið verk sé enn óunnið í að bæta rétt kynjanna og stöðu kvenna.

„Það er nú svolítið langt í land ennþá, Við sáum það í hruninu hvernig kynjaskiptingin í sambandi við völd og peninga birtist okkur mjög myndrænt. Konur töluðu þá um að það væri tækifæri til að breyta en maður hefur ekki alveg séð það vera að gerast," segir Kristín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×