Innlent

Hjón á besta aldri unnu í Víkingalottói

Það voru hjón á besta aldri sem gáfu sig fram til Íslenskrar getspár með vinningsmiða í Víkingalottóinu uppá rúmar 98 milljónir.

Þau áttu leið um Selfoss þegar þau komu við á Snælandi þar sem heimilisfrúin týndi síðasta klinkið úr veskinu sínu fyrir 10 raða sjálfvalsmiða samkvæmt tilkynningu frá Íslenskri getspá.

Aldrei þessu vant heyrðu þau svo útdráttinn í útvarpinu í bílnum en vanalega láta þau athuga miðana sína á sölustöðum oft mörgum vikum eftir útdrætti. Þeim varð því strax ljóst að þau væru með 6 réttar tölur.

Hjónin eiga stóra fjölskyldu og tóku það fram að þessi vinningur ætti eftir að koma að góðum notum. Nú geta t.d. draumar um framhaldsmenntun barnanna ræst ásamt ýmsum öðrum góðum hlutum.

Heimilisfaðirinn var búinn að finna á sér á undan förnum vikum að einhverjar breytingar væru á leiðinni og má með sanni segja að þessar breytingar séu kærkomnar og eigi eftir að breyta lífi þeirra til batnaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×