Lífið

Simon innbyrðir aðeins ávaxtadrykki

Simon Cowell er mjög upptekinn af holdarfari sínu. 
Nordicphotos/getty
Simon Cowell er mjög upptekinn af holdarfari sínu. Nordicphotos/getty

Simon Cowell er nú í strangri megrun fyrir væntanlegt brúðkaup sitt í sumar og fylgist unnusta hans, förðunarfræðingurinn Mezhgan Hussainy, vel með gangi mála.

Samkvæmt heimildarmönnum er Cowell mjög upptekinn af holdafari sínu og innbyrðir aðeins ávaxtadrykki í öll mál. Nýlega sást til Cowells og unnustu hans þar sem þau deildu með sér litlum fiskiforrétti á veitingastað en slepptu aðalréttinum.

Parið kynntist við tökur á American Idol-sjónvarpsþáttunum þar sem Hussainy starfar sem sminka, þau trúlofuðu sig í febrúar á þessu ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.