Viðskipti innlent

Markaðsmisnotkunarmáli áfrýjað til Hæstaréttar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fram kemur á vef Hæstaréttar að málinu hafi verið áfrýjað. Mynd/ GVA.
Fram kemur á vef Hæstaréttar að málinu hafi verið áfrýjað. Mynd/ GVA.
Máli ákæruvaldsins gegn fyrrverandi sjóðsstjóra og verðbréfamiðlara í Kaupþingi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Þetta kemur fram á vef dómsins. Mennirnir, þeir Daníel Þórðarson og Stefnir Agnarsson, voru hvor um sig dæmdir í átta mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir markaðsmisnotkun. Búist er við að málflutningur muni fara fram öðru hvoru megin við áramót í fyrsta lagi.

Þeir Daníel og Stefnir voru dæmdir, desember í fyrra, fyrir að hafa sett inn kauptilboð í skuldabréfaflokk Exista sex sinnum í byrjun árs 2008. Tilboðin voru sett inn skömmu fyrir lokun markaða þannig að þau hefðu áhrif á dagslokagengi. Þótti sannað að þeir hefðu búið til falska eftirspurn auk þess sem verð bréfa hafi verið misvísandi.

Dómurinn þótti mjög þungur þegar að hann var kveðinn upp en þetta var fyrsta mál tengt gömlu bönkunum sem dæmt var í eftir bankahrunið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×