Innlent

Páll: Kom til greina að auglýsa starfið aftur

Boði Logason skrifar
Páll Magnússon útvarpstjóri
Páll Magnússon útvarpstjóri Mynd/GVA
Páll Magnússon útvarpsstjóri segir að það hafi komið til greina að auglýsa starf dagskrárstjóra aftur eftir að Erna Kettler, tiltölulega nýráðin sem dagskrástjóri sjónvarps, sagði starfi sínu lausu vegna heilsufarsástæðna í dag.

Sigrún Stefánsdóttir mun taka við starfi Ernu ásamt því að gegna starfi dagskrárstjóra útvarps. Að loknu veikindaleyfi Ernu mun hún taka við starfi aðstoðarmanns dagskrárstjóra.

Hann segir að hann hafi tekið þá ákvörðun í framhaldi af uppsögn Ernu að bjóða Sigrúnu Stefánsdóttur starfið sem hún þáði. En kom ekki til greina að auglýsa starfið aftur?

„Það hefði alveg í sjálfu sér komið til greina en ég mat það sem svo að hagsmunum RÚV væri best þjónað í þessari stöðu með því að ráða Sigrúnu Stefánsdóttur og þess vegna gerði ég það. Við aðrar aðstæður hefði maður kannski auglýst starfið aftur eða farið í listann yfir þá sem sóttu um það um daginn eða eitthvað," segir Páll að lokum.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×