Framþróun í þjónustu við börn 19. janúar 2010 06:00 Árni Páll Árnason skrifar um styrki til að efla þjónustu við langveik og ofvirk börn. Í desember 2009 var efnt til átaks til að efla þjónustu við langveik börn og börn sem greind hafa verið með ofvirkni og athyglisbrest (ADHD) og fjölskyldur þeirra. Markmið samningsins er að þróa bætta og samþætta þjónustu við börnin í heimabyggð. Átakið byggist á aðgerðaáætlun í þágu barna og ungmenna sem Jóhanna Sigurðardóttir þáverandi félagsmálaráðherra hafði forgöngu um og var samþykkt á Alþingi árið 2007. Í henni er m.a. lögð áhersla á að auka samhæfingu og efla samstarf þeirra sem sinna þjónustu við langveik börn og börn með geðraskanir og þroskafrávik. Að átakinu standa félags- og tryggingamálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og sveitarfélögin í landinu. Langveik börn og börn með ofvirkni og athyglisbrest og foreldrar þeirra þurfa á fjölbreyttri þjónustu að halda. Oft hefur þó verið óljóst hver ber ábyrgð á að veita og greiða fyrir slíka þjónustu. Er það skólakerfið, stoðkerfi félagsmála, heilbrigðiskerfið eða sveitarfélögin? Er aðstoð við ofvirkt barn í námi félagslegt úrræði eða menntaúrræði? Með átakinu er áhersla lögð á að tryggja þjónustu í samræmi við þarfir barnanna og fjölskyldna þeirra, óháð því hvar þjónustan er flokkuð í stjórnkerfinu. Áherslan er á börnin sem þarfnast þjónustunnar, en ekki á hlutverk hvers ráðuneytis um sig. Ráðuneytin þrjú leggja öll fé til þessa verkefnis í sameiginlegan sjóð. Í honum bíða nú 80 milljónir króna úthlutunar. Sveitarfélög geta sótt um fé úr þessum sjóði til tiltekinna verkefna, sem þau skipuleggja og sinna. Nú er einstakt tækifæri til framþróunar í þjónustu við þessi börn. Mikilvægt er að sveitarfélög nýti þetta tækifæri og þrói metnaðarfull verkefni, í samvinnu við þau hagsmunasamtök foreldra sem sinnt hafa hagsmunagæslu fyrir börnin um langt skeið. Verkefnisstjórn sem í sitja fulltrúar ráðuneyta og sveitarfélaga, undir forystu félags- og tryggingamálaráðuneytisins, annast umsýslu verkefnisins. Auglýst var eftir styrkumsóknum frá sveitarfélögunum í desember síðastliðnum og rennur umsóknarfresturinn út 27. janúar. Félags- og tryggingamálaráðuneytið veitir allar upplýsingar um verkefnið og forsendur fyrir styrkjum og eins eru aðgengilegar upplýsingar á heimasíðu þess: http://www.felagsmalaraduneyti.is/. Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Árni Páll Árnason skrifar um styrki til að efla þjónustu við langveik og ofvirk börn. Í desember 2009 var efnt til átaks til að efla þjónustu við langveik börn og börn sem greind hafa verið með ofvirkni og athyglisbrest (ADHD) og fjölskyldur þeirra. Markmið samningsins er að þróa bætta og samþætta þjónustu við börnin í heimabyggð. Átakið byggist á aðgerðaáætlun í þágu barna og ungmenna sem Jóhanna Sigurðardóttir þáverandi félagsmálaráðherra hafði forgöngu um og var samþykkt á Alþingi árið 2007. Í henni er m.a. lögð áhersla á að auka samhæfingu og efla samstarf þeirra sem sinna þjónustu við langveik börn og börn með geðraskanir og þroskafrávik. Að átakinu standa félags- og tryggingamálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og sveitarfélögin í landinu. Langveik börn og börn með ofvirkni og athyglisbrest og foreldrar þeirra þurfa á fjölbreyttri þjónustu að halda. Oft hefur þó verið óljóst hver ber ábyrgð á að veita og greiða fyrir slíka þjónustu. Er það skólakerfið, stoðkerfi félagsmála, heilbrigðiskerfið eða sveitarfélögin? Er aðstoð við ofvirkt barn í námi félagslegt úrræði eða menntaúrræði? Með átakinu er áhersla lögð á að tryggja þjónustu í samræmi við þarfir barnanna og fjölskyldna þeirra, óháð því hvar þjónustan er flokkuð í stjórnkerfinu. Áherslan er á börnin sem þarfnast þjónustunnar, en ekki á hlutverk hvers ráðuneytis um sig. Ráðuneytin þrjú leggja öll fé til þessa verkefnis í sameiginlegan sjóð. Í honum bíða nú 80 milljónir króna úthlutunar. Sveitarfélög geta sótt um fé úr þessum sjóði til tiltekinna verkefna, sem þau skipuleggja og sinna. Nú er einstakt tækifæri til framþróunar í þjónustu við þessi börn. Mikilvægt er að sveitarfélög nýti þetta tækifæri og þrói metnaðarfull verkefni, í samvinnu við þau hagsmunasamtök foreldra sem sinnt hafa hagsmunagæslu fyrir börnin um langt skeið. Verkefnisstjórn sem í sitja fulltrúar ráðuneyta og sveitarfélaga, undir forystu félags- og tryggingamálaráðuneytisins, annast umsýslu verkefnisins. Auglýst var eftir styrkumsóknum frá sveitarfélögunum í desember síðastliðnum og rennur umsóknarfresturinn út 27. janúar. Félags- og tryggingamálaráðuneytið veitir allar upplýsingar um verkefnið og forsendur fyrir styrkjum og eins eru aðgengilegar upplýsingar á heimasíðu þess: http://www.felagsmalaraduneyti.is/. Höfundur er félags- og tryggingamálaráðherra.
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar