Viðskipti innlent

Tchenguiz bræður þöglir um kröfuna í Kaupþing

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Robert Tchenguiz gerir kröfu í þrotabú Kaupþings ásamt bróður sínum.
Robert Tchenguiz gerir kröfu í þrotabú Kaupþings ásamt bróður sínum.
Bræðurnir Vincent og Robert Tchenguiz munu líklegast sækja rétt sinn gegn slitastjórn Kaupþings fyrir rétti ef krafa þeirra í þrotabú Kaupþings verður ekki samþykkt. Þetta er fullyrt í breska blaðinu Sunday Telegraph.

Eins og fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis greindi frá á föstudag gera bræðurnir, sem voru meðal stærstu viðskiptavina Kaupþings, yfir fjögur hundruð milljarða króna skaðabótakröfur í þrotabú bankans. Kröfurnar koma frá tveimur vogunarsjóðum á Guernsey og Tortóla, samkvæmt kröfuskrá sem fréttastofan hefur undir höndum. Tchenguiz bræður fengu á sínum tíma hátt í þrjú hundruð milljarða að láni hjá bankanum.

Sunday Telegraph segir að bræðurnir hafi ekki viljað tjá sig um kröfuna þegar eftir því hafi verið leitað. Robert Tchenguiz staðfesti þó að hann hefði lýst kröfu í þrotabúið í gegnum sjóð á Guernsey og talsmaður Vincents staðfesti að kröfu hefði verið lýst í bankann af fyrirtækjum sem tengdust viðskiptaveldi Vincents. Talsmaðurinn vildi ekki gefa nánari skýringar á kröfunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×