Lífið

Svíaprinsessa hætt við brúðkaup

Óli Tynes skrifar
Madeleine prinsessa og Jónas Bergström.
Madeleine prinsessa og Jónas Bergström. Mynd/Scanpix

Madeleine Svíaprinsessa mun ekki giftast unnusta sínum lögfræðingnum Jónasi Bergström á þessu ári. Sænskir fjölmiðlar velta því fyrir sér hvort sambandinu sé lokið.

Madeleine er yngst barna konungshjónanna. Hún er 27 ára gömul og hefur verið í sambandi við Bergström síðan hún var tvítug.

Parið trúlofaði sig opinberlega í ágúst síðastliðnum og það var búið að ákveða að þau giftu sig á þessu ári.

Það átti þó að vera hæfilega löngu eftir brúðkaup Viktoríu krónprinsessu sem giftist Daniel Westling 19. júní næstkomandi.

Sylvía drottning hefur nú staðfest að Madeleine gifti sig ekki á þessu ári. Sænskir fjölmiðlar hafa tekið eftir því að kærustuparið hefur ekki sést saman í margar vikur.

Orðrómur er á kreiki um að Madeleine finnist Jónas taka vini sína og starfsframa framyfir sig.

Ástæðan fyrir því að ekki hafi verið greint frá trúlofunarslitum geti verið sú að ekkert megi varpa skugga á brúðkaup krónprinsessunnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.