Handbolti

Umfjöllun: Gróttusigur á nesinu

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Grótta sigraði Akureyri í dag.
Grótta sigraði Akureyri í dag.

Einn leikur fór fram í N1-deild karla í handbolta í dag. Grótta fengu lið Akureyri í heimsókn en þeir félagar þurftu að keyra suður eftir að allt flug var lagt niður í kjölfar eldgosins. Heimamenn sigruðu leikinn 29-26.

Leikurinn fór vel af stað hjá heimamönnum því þeir voru framar á öllum sviðum. Akureyringar voru ekki að finna sig hvorki í vörn né sókn og skoruðu tvö mörk á fyrsti tíu minútunum leiksins, bæði út vítum.

Fyrsta korterið voru allir boltar í netinu hjá Gróttuliðinu. Þeir skoruðu átta mörk úr fyrstu níu skotum sínum. Léku á alls oddi og spiluðum skemmtilegan handbolta. Hjalti Þór Pálmason var frábær í sókninni með sex mörk fyrir Gróttu í fyrri hálfleik.

Akureyringar vöknuðu þó aðeins er leið á leikinn en það virtist sem að ferðalagið suður hjá þeim félögum sæti ílla í leikmönnum. Staðan í hálfleik 15-9 og heimamenn með leikinn í sínum höndum.

Það var greinilegt að Rúnar þjálfari Akureyri las vel yfir sínum mönnum í leikhlé því þeir komu miklu grimmari inn í seinni hálfleikinn. Norðanmenn skoruðu fyrstu fjögur mörkin í síðari hálfleik og minnkuðu muninn í tvö mörk.

Seinni hálfleikur var spennandi og alltaf færðust gestirnir nær og nær heimamönnum. Gróttumaðurinn Hjalti Þór Pálmason var ekki tilbúinn að missa stigin norður til Akureyrar og virtist óstöðvandi með ellefu mörk í leiknum.

En eins og svo oft áður þá gerist eitthvað hjá Gróttu liðinu. Þeir missa tökin á leiknum undir lokin og oftar en ekki tapa öllum stigunum líka. Akureyri gengu á bragðið í lokin og minnkuðu muninn í eitt mark er tvær minútur voru eftir. Heimamenn áttu næga orku að þessu sinni til að klára leikinn og gerðu það sannfærandi. Flottur sigur hjá Geir Sveinssyni og lærisveinum hans.

Hjalti Þór Pálmason var frábær í liði Gróttu með 11 mörk í dag. Allt liðið var að virka vel, Magnús Sigmundsson varði vel í markinu með 20 skot varin og það var gaman að horfa á þá félaga á nesinu sem sýndu í dag að það er margt í þá spunnið.

 

 

Tölfræði:

Grótta-Akureyri 29-26 (15-9)

Mörk Gróttu (skot): Hjalti Þór Pálmason 11 (14), Anton Rúnarsson 5 (12/1), Jón Karl Björnsson 3/1 (7/2), Viggó Kristjánsson 3 (6), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (2), Ægir Hrafn Jónsson 2 (2), Arnar Freyr Theodórsson 2 (4).

Varin skot: Magnús Sigmundsson 20 skot varin. 44%.

Hraðaupphlaup: 2 (Viggó, Ægir)

Fiskuð víti: 3 (Atli 2, Anton)

Utan vallar: 2 mín.

Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 5 (12), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (7), Oddur Grétarsson 3 (7), Andri Snær Stefánsson 2/6 (2/6), Jónatan Þór Magnússon 2/1 (6/1), Heimir Árnason 2 (10).

Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 6/1. Hafþór Einarsson 9/1.

Hraðaupphlaup: 6 (Hörður 2, Hreinn 2, Árni, Andri)

Fiskuð víti: 7 (Hörður 3, Oddur, Halldór,Heimir, Jónatan)

Utan vallar: 2 mín.

Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, góðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×