Viðskipti innlent

Þjóðhagsspá Hagstofunnar svipuð og Seðlabankans

Þjóðhagsspá Hagstofunnar sem birt var í morgun er á svipuðum línum og þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt var í síðasta mánuði í tengslum við útgáfu bankans á ritinu Fjármálastöðugleiki.

Hagstofan gerir ráð fyrir samdrætti í landsframleiðslunni í ár upp á 2,9% en Seðlabankinn gerir ráð fyrir 2,9% samdrætti. Hvað næsta ár varðar gerir Hagstofan ráð fyrir 3,2% hagvexti en Seðlabankinn telur hagvöxtinn verða 3,4%.

Báðar þessar spár eru mun bjartsýnni en þjóðhagsspá ASÍ sem birt var í síðustu viku. ASÍ gerir ráð fyrir að samdrátturinn á þessu ári verði 4,8% og að hagvöxtur verði 2,3% á næsta ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×