Viðskipti innlent

Enginn stöðugleiki án AGS

Már Guðmundsson
Már Guðmundsson
Gífurlegur árangur hefur verið af samstarfi stjórnvalda við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS), að mati Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Þetta kom fram á vaxtaákvörðunarfundi bankans í gær.

Már taldi ólíklegt að án samstarfsins hefði náðst sá árangur að ná stöðugleika í hagkerfinu og eytt óvissu um að ríkissjóður fái staðið við erlendar skuldbindingar sínar.

Már taldi að nýlegar yfirlýsingar forsætisráðherra um endurskoðun á samstarfinu við AGS með það fyrir augum að draga úr niður­skurði ríkisútgjalda rúmuðust innan reglubundinnar endurskoðunar samstarfsins. Sendinefnd AGS fundar þessa dagana með stjórnvöldum um fjórðu endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands. - óká





Fleiri fréttir

Sjá meira


×