Viðskipti innlent

Atvinnuleysi hér á landi undir EES meðallagi

Mynd/Vilhelm

Atvinnuleysi hér á landi er enn undir meðallagi EES ríkjanna þrátt fyrir umtalsverða aukningu hér á landi frá hruni. Í morgunkorni Íslandsbanka er bent á þetta en hér á landi var atvinnuleysi 6,7% hér á landi á fjórða ársfjórðungi í fyrra samanborið við 9,3% atvinnuleysi í ríkjum ESB að meðaltali samkvæmt vinnumarkaðaskönnun Hagstofunnar en sú könnun er gerð með sambærilegum hætti í öllum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins.

„Atvinnuleysið er umtalsvert meira víða í Evrópu en það er hér," er bent á í morgunkorni. „Þannig var það mest meðal ríkja innan EES í Lettlandi (19,7%), á Spáni (18,8%) og í Litháen (15,6%). Minnst var atvinnuleysið hins vegar í Noregi (2,9%), Hollandi (3,8%) og Sviss (4,1%)."

Vinnudagurinn langur hér á landi

Þá er bent á að þrátt fyrir að kreppan hafi stytt meðalvinnutíma Íslendinga er vinnudagurinn enn langur hér á landi í samanburði við önnur Evrópuríki. „Þannig var meðalvinnustundafjöldi á viku 38,9 hér á landi á fjórða ársfjórðungi í fyrra samanborið við 36,9 í ríkjum ESB að meðaltali. Viða í Evrópu er vinnudagurinn hins vegar lengri en hér á landi s.s. í Tyrklandi (48,3), Grikklandi (40,9) og Búlgaríu (40,7). Stystur er vinnudagurinn hins vegar í Hollandi (32,2), Noregi (34,1) og Írlandi (34,8)."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×