Innlent

Réttað yfir níumenningum snemma í fyrramálið

Frá mótmælum við Héraðsdóm Reykjavíkur í júní.
Frá mótmælum við Héraðsdóm Reykjavíkur í júní.

Fyrirtaka fer fram í máli svokallaðra níumenninganna í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Sakborningarnir hafa meðal annars verið ákærðir fyrir árás á Alþingi í desember 2008 sem og að slasað þingvörð.

Fyrirtakan hefst óvanalega snemma líkt og áður eða klukkan hálf níu um morguninn. Það var ákveðið að hefja réttarhöldin svo snemma vegna þess hversu margir mættu í þingfestingu málsins í maí síðastliðnum en fleiri vildu komast að en fengu. Úr varð að átök urðu á milli gesta og lögreglunnar.

Síðast var málið tekið fyrir í lok júní en þá mættu tugir mótmælenda til þess að sýna níumenningunum stuðning í verki. Meðal annars hafa hundruðir undirskrifta safnast saman þar sem mótmælendur krefjast þess að vera ákærðir fyrir þátttöku sýna í búsáhaldabyltingunni.

Hinir ákærðu hafa allir neitað sök. Mikil löggæsla hefur verið í kringum réttarhöldin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×