Viðskipti innlent

Leita að fólki til að stofna sprotafyrirtæki

Klak-Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins bíður fólki ókeypis námskeiðsgjöld í Viðskiptasmiðjunni í haust gegn því að leiða stofnun og uppbyggingu nýrra sprotafyrirtækja.

Í tilkynningu segir að nemendur munu þátt í gerð viðskiptahugmyndar, sem þegar er búið að móta, og þróa uppbyggingu fyrirtækja. Þá ávinna þeir sér hlut í fyrirtækjunum í uppbyggingarferlinu. Viðskiptasmiðjan er eins árs nám og lýkur með diplómagráðu í frumkvöðlafræðum.

Meðal fyrirtækja sem fólk getur sótt um að taka þátt í eru leikjafyrirtæki, hugbúnaðarfyrirtæki, fjármögnunarfyrirtæki og markaðsfyrirtæki. Þá er leitað eftir fólki með ýmis konar reynslu og menntun, svo sem sérfræðingum í upplýsingatækni, lögfræðingum, markaðssérfræðingum, forriturum, viðskiptafræðingum eða kokki.

Leitað verður eftir fólki sem hefur metnað til þess að byggja upp slík fyrirtæki og taka að sér frumkvöðlahlutverk. „Þau fá aðstoð við að skapa vaxtarfyrirtæki í Viðskiptasmiðjunni en hluti af ferlinu er fjármögnun fyrirtækisins," segir Eyþór Ívar Jónsson framkvæmdastjóri Klaks. Hann segir að Viðskiptasmiðjan sé farvegur fyrir góðar viðskiptahugmyndir og sprotafyrirtæki sem vilja komast á vaxtarstig. „Það eru engar ýkjur að flest þau fyrirtæki sem koma í Viðskiptasmiðjuna margfalda virði sitt."

Áhugasamir geta sótt um á www.klak.is en þar er listi fyrirtækja og starfsheita sem eru í boði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×