Greining: Spáir 0,5 prósentustiga stýrivaxtalækkun 8. júní 2010 10:42 Greining Íslandsbanka hefur gefið út nýja spá fyrir stýrivexti. Greiningin reiknar með því að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að lækka stýrivexti bankans um 0,50 eða 0,75 prósentur á næsta vaxtaákvörðunardegi, þann 23. júní næstkomandi. „Teljum við líklegra að vaxtalækkunin verði 0,50 prósentur. Við þetta lækka vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana í 6,5% og vextir á lánum gegn veði til sjö daga í 8,0%. Heldur Seðlabankinn þar með áfram vaxtalækkunarferli sínu en við síðustu vaxtaákvörðun peningastefnunefndarinnar 5. maí síðastliðinn ákvað nefndin að lækka vexti um 0,5 prósentur," segir í Morgunkorni greiningarinnar þar sem stýrivaxtaspáin hefur verið birt. „Má geta þess að þá vildu tveir af fimm nefndarmönnum nefndarinnar taka stærra skref. Annar vildi lækka vexti um 0,75 prósentur en hinn um 1,0 prósentur." Í Morgunkorninu segir ennfremur að líkt og í mörgum fyrri yfirlýsingum lýsti peningastefnunefndin því yfir eftir ákvörðun sína síðast að héldist gengi krónunnar stöðugt eða styrktist, og verðbólga hjaðnaði eins og spáð er, ættu forsendur fyrir því að draga smám saman úr peningalegu aðhaldi að vera áfram til staðar. Hefur gengi krónunnar hækkað um ríflega 3% frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi og um hátt nær 10% frá áramótum. Verðbólgan hefur minnkað frá vaxtaákvörðuninni 19. maí. Við síðustu vaxtaákvörðun stóð verðbólgan í 8,3% en er nú 7,5%. Þegar ekki er tekið tillit til áhrifa óbeinna skatta minnkaði verðbólgan á þessu tímabili úr 6,9% niður í 6,1%. Líkur eru á því að verðbólgan hjaðni hratt á næstunni og má reikna með því að hún verði í nálægð við verðbólgumarkmið um mitt næsta ár og fyrr ef frá eru talin áhrif óbeinna skatta. Peningastefnunefndin hefur haft áhyggjur af aðgengi Íslands að alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Önnur endurskoðun efnahagsáætlunar AGS og stjórnvalda létti nokkuð af þeim áhyggjunum en þó sagði í fundargerð nefndarinnar frá síðasta fundi að enn ríkti nokkur óvissa í þessum efnum sem takmarka mundi svigrúm peningastefnunefndarinnar. Frá því að nefndin fundaði síðast hefur Seðlabankinn aukið gjaldeyrisforða sinn um 512 milljónir evra í tengslum við útgáfu ríkisskuldabréfs í evrum og sölu íbúðabréfa úr eignasafni Avens til lífeyrissjóða. Má reikna með að þetta létti enn áhyggjum af aðilum peningastefnunefndarinnar af þessum málum og hvetji þannig til vaxtalækkunar nú. „Áhersla á að ráðist verði í annan áfanga við afnám gjaldeyrishafta eftir þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar AGS og íslenskra stjórnvalda, sem ætti að verða í höfn þegar Icesave deilan leysist, gæti haldið aftur af vaxtalækkun Seðlabankans nú. Stækkun gjaldeyrisvarasjóðs Seðlabankans hefur fært þetta markmið nær í tíma og mun peningastefnunefndin vafalítið horfa til þess við ákvörðun sína nú að talsverðan mun innlendra og erlendra vaxta mun eflaust þurfa við afnám hafta eigi að hindra gengi krónunnar frá því að lækka á þeim tíma. Þetta er ein meginástæða þess að við teljum ólíklegt að peningastefnunefndin ákveði að taka stærri skref í vaxtalækkun nú," segir í Morgunkorninu. „Reikna má fastlega með því nú að peningastefnunefndin endurtaki yfirlýsingu sína um að haldist gengi krónunnar stöðugt eða styrkist, og verðbólga hjaðnar eins og spáð er, ættu forsendur fyrir frekari slökun peningalegs aðhalds að vera áfram til staðar. Má í því ljósi og með hliðsjón af erlendri fjármögnun vænta þess að nefndin lækki vexti bankans nokkuð hratt á næstunni, en þó með þeim höftum sem áætlun um afnám gjaldeyrishafta fyrir lok efnahagsáætlunarinnar í ágúst 2011 setur vaxtastefnunni. Spáum við því að nefndin verði komin með veðlánavexti bankans niður í 6,0% í lok árs en á árinu eru eftir fimm vaxtaákvörðunardagar." Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Greining Íslandsbanka hefur gefið út nýja spá fyrir stýrivexti. Greiningin reiknar með því að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að lækka stýrivexti bankans um 0,50 eða 0,75 prósentur á næsta vaxtaákvörðunardegi, þann 23. júní næstkomandi. „Teljum við líklegra að vaxtalækkunin verði 0,50 prósentur. Við þetta lækka vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana í 6,5% og vextir á lánum gegn veði til sjö daga í 8,0%. Heldur Seðlabankinn þar með áfram vaxtalækkunarferli sínu en við síðustu vaxtaákvörðun peningastefnunefndarinnar 5. maí síðastliðinn ákvað nefndin að lækka vexti um 0,5 prósentur," segir í Morgunkorni greiningarinnar þar sem stýrivaxtaspáin hefur verið birt. „Má geta þess að þá vildu tveir af fimm nefndarmönnum nefndarinnar taka stærra skref. Annar vildi lækka vexti um 0,75 prósentur en hinn um 1,0 prósentur." Í Morgunkorninu segir ennfremur að líkt og í mörgum fyrri yfirlýsingum lýsti peningastefnunefndin því yfir eftir ákvörðun sína síðast að héldist gengi krónunnar stöðugt eða styrktist, og verðbólga hjaðnaði eins og spáð er, ættu forsendur fyrir því að draga smám saman úr peningalegu aðhaldi að vera áfram til staðar. Hefur gengi krónunnar hækkað um ríflega 3% frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi og um hátt nær 10% frá áramótum. Verðbólgan hefur minnkað frá vaxtaákvörðuninni 19. maí. Við síðustu vaxtaákvörðun stóð verðbólgan í 8,3% en er nú 7,5%. Þegar ekki er tekið tillit til áhrifa óbeinna skatta minnkaði verðbólgan á þessu tímabili úr 6,9% niður í 6,1%. Líkur eru á því að verðbólgan hjaðni hratt á næstunni og má reikna með því að hún verði í nálægð við verðbólgumarkmið um mitt næsta ár og fyrr ef frá eru talin áhrif óbeinna skatta. Peningastefnunefndin hefur haft áhyggjur af aðgengi Íslands að alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Önnur endurskoðun efnahagsáætlunar AGS og stjórnvalda létti nokkuð af þeim áhyggjunum en þó sagði í fundargerð nefndarinnar frá síðasta fundi að enn ríkti nokkur óvissa í þessum efnum sem takmarka mundi svigrúm peningastefnunefndarinnar. Frá því að nefndin fundaði síðast hefur Seðlabankinn aukið gjaldeyrisforða sinn um 512 milljónir evra í tengslum við útgáfu ríkisskuldabréfs í evrum og sölu íbúðabréfa úr eignasafni Avens til lífeyrissjóða. Má reikna með að þetta létti enn áhyggjum af aðilum peningastefnunefndarinnar af þessum málum og hvetji þannig til vaxtalækkunar nú. „Áhersla á að ráðist verði í annan áfanga við afnám gjaldeyrishafta eftir þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar AGS og íslenskra stjórnvalda, sem ætti að verða í höfn þegar Icesave deilan leysist, gæti haldið aftur af vaxtalækkun Seðlabankans nú. Stækkun gjaldeyrisvarasjóðs Seðlabankans hefur fært þetta markmið nær í tíma og mun peningastefnunefndin vafalítið horfa til þess við ákvörðun sína nú að talsverðan mun innlendra og erlendra vaxta mun eflaust þurfa við afnám hafta eigi að hindra gengi krónunnar frá því að lækka á þeim tíma. Þetta er ein meginástæða þess að við teljum ólíklegt að peningastefnunefndin ákveði að taka stærri skref í vaxtalækkun nú," segir í Morgunkorninu. „Reikna má fastlega með því nú að peningastefnunefndin endurtaki yfirlýsingu sína um að haldist gengi krónunnar stöðugt eða styrkist, og verðbólga hjaðnar eins og spáð er, ættu forsendur fyrir frekari slökun peningalegs aðhalds að vera áfram til staðar. Má í því ljósi og með hliðsjón af erlendri fjármögnun vænta þess að nefndin lækki vexti bankans nokkuð hratt á næstunni, en þó með þeim höftum sem áætlun um afnám gjaldeyrishafta fyrir lok efnahagsáætlunarinnar í ágúst 2011 setur vaxtastefnunni. Spáum við því að nefndin verði komin með veðlánavexti bankans niður í 6,0% í lok árs en á árinu eru eftir fimm vaxtaákvörðunardagar."
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent