Umfjöllun: Brynjar með skotsýningu í sigri KR-inga á Njarðvík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2010 23:04 Fannar Ólafsson og félagar í KR voru grimmir í kvöld eins og sjá má á þessari mynd. Mynd/Vilhelm KR-ingar náðu fjögurra stiga forskot á toppi Iceland Express deildar karla með tólf stiga sigri á Njarðvík, 89-77, í DHL-Höllinni í kvöld. Eftir jafnan en sveiflukenndan leik þá sýndu KR-ingar mikla yfirburði í lokaleikhlutanum og tryggðu sér sinn fyrsta sigur á Njarðvíkingum í vetur. Þetta var fjórða tap Njarðvíkur í röð í deild og bikar og það er ljóst að Sigurður Ingimundarson er í miklum vandræðum með að koma liðinu aftur í gang. Koma Nick Bradford virðist hafa haft þveröfug áhrif á liðið og leikmenn liðsins átti fá svör þegar KR-ingar hertu vörnina í lokaleikhlutanum. Maður kvöldsins var án nokkurs vafa KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson sem hitti úr 10 af 14 skotum sínum og skoraði alls 33 stig. Brynjar setti niður sjö þrista úr ellefu skotum í leiknum og margar körfur hans komu á mjög mikilvægum tímapunktum fyrir Vesturbæjarliðið. Njarðvíkurliðið byrjaði leikinn vel og komst í 11-6 en Nick Bradford var með 7 af þessum fyrstu 11 stigum liðsins. Níu stig KR-inga í röð þar af sjö frá Brynjar Þór Björnssyni færði þeim hinsvegar frumkvæðið sem þeir héldu út leikhlutann en KR var 27-18 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Tommy Johnson var þarna kominn með 10 stig en hann leiddi sókn KR-liðsins á lokakafla leikhlutans. Njarðvíkingar komu sterkir til baka í öðrum leikhluta, svæðisvörn Njarðvíkurliðsins hægði á KR-sókninni og liðið náði síðan frumkvæðinu að nýju með því að skora níu stig í röð og komast 46-40 yfir. Magnús Þór Gunnarsson skoraði á þessu kafla tvo flotta þrista sem voru hans einu körfur í hálfleiknum. Njarðvík var að lokum 49-44 yfir í hálfleik. Jóhann Árni Ólafsson átti mjög góðan annan leikhluta og var kominn með 14 stig í hálfleik. Magnús Þór byrjaði seinni hálfleikinn á því að setja fimm fyrstu stig hálfleiksins og koma Njarðvík 11 stigum yfir, 55-44. Brynjar Þór kom KR aftur af stað með tíu stigum á stuttum tíma og KR kom muninum aftur niður í eitt stig. 59-60. Liðin skiptust um að ná forustunni það sem eftir lifði leikhlutans en staðan var síðan 70-70 eftir þriðja leikhluta. Það stefndi því allt í jafnan lokaleikhluta en önnur var raunin. KR-ingar skoruðu 11 af fyrstu 12 stigum fjórða leikhluta og voru komnir með þrettán stiga forskot, 86-73, þegar 2 og hálf mínúta var eftir. Njarðvíkingar frusu hreinlega á úrslitastundu og létu vesturbæinga labba yfir sig á lokakaflanum. Brynjar Þór Björnsson átti stórkostlegan leik fyrir KR-inga og var með 33 stig. Tommy Johnson skoraði 22 stig og Pavel Ermolinski gældi við þrennuna með 10 stigum, 9 fráköstum og 8 stoðsendingum. Semja Inge kom líka inn með frábæran kraft í vörnina og vann hann ófáa lausa bolta í þessum leik. Jóhann Árni Ólafsson var með 19 stig hjá Njarðvík, Magnús Þór Gunnarsson skoraði 16 stig og Nick Bradford var með 16 stig og 8 stoðsendingar. Dominos-deild karla Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira
KR-ingar náðu fjögurra stiga forskot á toppi Iceland Express deildar karla með tólf stiga sigri á Njarðvík, 89-77, í DHL-Höllinni í kvöld. Eftir jafnan en sveiflukenndan leik þá sýndu KR-ingar mikla yfirburði í lokaleikhlutanum og tryggðu sér sinn fyrsta sigur á Njarðvíkingum í vetur. Þetta var fjórða tap Njarðvíkur í röð í deild og bikar og það er ljóst að Sigurður Ingimundarson er í miklum vandræðum með að koma liðinu aftur í gang. Koma Nick Bradford virðist hafa haft þveröfug áhrif á liðið og leikmenn liðsins átti fá svör þegar KR-ingar hertu vörnina í lokaleikhlutanum. Maður kvöldsins var án nokkurs vafa KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson sem hitti úr 10 af 14 skotum sínum og skoraði alls 33 stig. Brynjar setti niður sjö þrista úr ellefu skotum í leiknum og margar körfur hans komu á mjög mikilvægum tímapunktum fyrir Vesturbæjarliðið. Njarðvíkurliðið byrjaði leikinn vel og komst í 11-6 en Nick Bradford var með 7 af þessum fyrstu 11 stigum liðsins. Níu stig KR-inga í röð þar af sjö frá Brynjar Þór Björnssyni færði þeim hinsvegar frumkvæðið sem þeir héldu út leikhlutann en KR var 27-18 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Tommy Johnson var þarna kominn með 10 stig en hann leiddi sókn KR-liðsins á lokakafla leikhlutans. Njarðvíkingar komu sterkir til baka í öðrum leikhluta, svæðisvörn Njarðvíkurliðsins hægði á KR-sókninni og liðið náði síðan frumkvæðinu að nýju með því að skora níu stig í röð og komast 46-40 yfir. Magnús Þór Gunnarsson skoraði á þessu kafla tvo flotta þrista sem voru hans einu körfur í hálfleiknum. Njarðvík var að lokum 49-44 yfir í hálfleik. Jóhann Árni Ólafsson átti mjög góðan annan leikhluta og var kominn með 14 stig í hálfleik. Magnús Þór byrjaði seinni hálfleikinn á því að setja fimm fyrstu stig hálfleiksins og koma Njarðvík 11 stigum yfir, 55-44. Brynjar Þór kom KR aftur af stað með tíu stigum á stuttum tíma og KR kom muninum aftur niður í eitt stig. 59-60. Liðin skiptust um að ná forustunni það sem eftir lifði leikhlutans en staðan var síðan 70-70 eftir þriðja leikhluta. Það stefndi því allt í jafnan lokaleikhluta en önnur var raunin. KR-ingar skoruðu 11 af fyrstu 12 stigum fjórða leikhluta og voru komnir með þrettán stiga forskot, 86-73, þegar 2 og hálf mínúta var eftir. Njarðvíkingar frusu hreinlega á úrslitastundu og létu vesturbæinga labba yfir sig á lokakaflanum. Brynjar Þór Björnsson átti stórkostlegan leik fyrir KR-inga og var með 33 stig. Tommy Johnson skoraði 22 stig og Pavel Ermolinski gældi við þrennuna með 10 stigum, 9 fráköstum og 8 stoðsendingum. Semja Inge kom líka inn með frábæran kraft í vörnina og vann hann ófáa lausa bolta í þessum leik. Jóhann Árni Ólafsson var með 19 stig hjá Njarðvík, Magnús Þór Gunnarsson skoraði 16 stig og Nick Bradford var með 16 stig og 8 stoðsendingar.
Dominos-deild karla Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira