Umfjöllun: Brynjar með skotsýningu í sigri KR-inga á Njarðvík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2010 23:04 Fannar Ólafsson og félagar í KR voru grimmir í kvöld eins og sjá má á þessari mynd. Mynd/Vilhelm KR-ingar náðu fjögurra stiga forskot á toppi Iceland Express deildar karla með tólf stiga sigri á Njarðvík, 89-77, í DHL-Höllinni í kvöld. Eftir jafnan en sveiflukenndan leik þá sýndu KR-ingar mikla yfirburði í lokaleikhlutanum og tryggðu sér sinn fyrsta sigur á Njarðvíkingum í vetur. Þetta var fjórða tap Njarðvíkur í röð í deild og bikar og það er ljóst að Sigurður Ingimundarson er í miklum vandræðum með að koma liðinu aftur í gang. Koma Nick Bradford virðist hafa haft þveröfug áhrif á liðið og leikmenn liðsins átti fá svör þegar KR-ingar hertu vörnina í lokaleikhlutanum. Maður kvöldsins var án nokkurs vafa KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson sem hitti úr 10 af 14 skotum sínum og skoraði alls 33 stig. Brynjar setti niður sjö þrista úr ellefu skotum í leiknum og margar körfur hans komu á mjög mikilvægum tímapunktum fyrir Vesturbæjarliðið. Njarðvíkurliðið byrjaði leikinn vel og komst í 11-6 en Nick Bradford var með 7 af þessum fyrstu 11 stigum liðsins. Níu stig KR-inga í röð þar af sjö frá Brynjar Þór Björnssyni færði þeim hinsvegar frumkvæðið sem þeir héldu út leikhlutann en KR var 27-18 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Tommy Johnson var þarna kominn með 10 stig en hann leiddi sókn KR-liðsins á lokakafla leikhlutans. Njarðvíkingar komu sterkir til baka í öðrum leikhluta, svæðisvörn Njarðvíkurliðsins hægði á KR-sókninni og liðið náði síðan frumkvæðinu að nýju með því að skora níu stig í röð og komast 46-40 yfir. Magnús Þór Gunnarsson skoraði á þessu kafla tvo flotta þrista sem voru hans einu körfur í hálfleiknum. Njarðvík var að lokum 49-44 yfir í hálfleik. Jóhann Árni Ólafsson átti mjög góðan annan leikhluta og var kominn með 14 stig í hálfleik. Magnús Þór byrjaði seinni hálfleikinn á því að setja fimm fyrstu stig hálfleiksins og koma Njarðvík 11 stigum yfir, 55-44. Brynjar Þór kom KR aftur af stað með tíu stigum á stuttum tíma og KR kom muninum aftur niður í eitt stig. 59-60. Liðin skiptust um að ná forustunni það sem eftir lifði leikhlutans en staðan var síðan 70-70 eftir þriðja leikhluta. Það stefndi því allt í jafnan lokaleikhluta en önnur var raunin. KR-ingar skoruðu 11 af fyrstu 12 stigum fjórða leikhluta og voru komnir með þrettán stiga forskot, 86-73, þegar 2 og hálf mínúta var eftir. Njarðvíkingar frusu hreinlega á úrslitastundu og létu vesturbæinga labba yfir sig á lokakaflanum. Brynjar Þór Björnsson átti stórkostlegan leik fyrir KR-inga og var með 33 stig. Tommy Johnson skoraði 22 stig og Pavel Ermolinski gældi við þrennuna með 10 stigum, 9 fráköstum og 8 stoðsendingum. Semja Inge kom líka inn með frábæran kraft í vörnina og vann hann ófáa lausa bolta í þessum leik. Jóhann Árni Ólafsson var með 19 stig hjá Njarðvík, Magnús Þór Gunnarsson skoraði 16 stig og Nick Bradford var með 16 stig og 8 stoðsendingar. Dominos-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
KR-ingar náðu fjögurra stiga forskot á toppi Iceland Express deildar karla með tólf stiga sigri á Njarðvík, 89-77, í DHL-Höllinni í kvöld. Eftir jafnan en sveiflukenndan leik þá sýndu KR-ingar mikla yfirburði í lokaleikhlutanum og tryggðu sér sinn fyrsta sigur á Njarðvíkingum í vetur. Þetta var fjórða tap Njarðvíkur í röð í deild og bikar og það er ljóst að Sigurður Ingimundarson er í miklum vandræðum með að koma liðinu aftur í gang. Koma Nick Bradford virðist hafa haft þveröfug áhrif á liðið og leikmenn liðsins átti fá svör þegar KR-ingar hertu vörnina í lokaleikhlutanum. Maður kvöldsins var án nokkurs vafa KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson sem hitti úr 10 af 14 skotum sínum og skoraði alls 33 stig. Brynjar setti niður sjö þrista úr ellefu skotum í leiknum og margar körfur hans komu á mjög mikilvægum tímapunktum fyrir Vesturbæjarliðið. Njarðvíkurliðið byrjaði leikinn vel og komst í 11-6 en Nick Bradford var með 7 af þessum fyrstu 11 stigum liðsins. Níu stig KR-inga í röð þar af sjö frá Brynjar Þór Björnssyni færði þeim hinsvegar frumkvæðið sem þeir héldu út leikhlutann en KR var 27-18 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Tommy Johnson var þarna kominn með 10 stig en hann leiddi sókn KR-liðsins á lokakafla leikhlutans. Njarðvíkingar komu sterkir til baka í öðrum leikhluta, svæðisvörn Njarðvíkurliðsins hægði á KR-sókninni og liðið náði síðan frumkvæðinu að nýju með því að skora níu stig í röð og komast 46-40 yfir. Magnús Þór Gunnarsson skoraði á þessu kafla tvo flotta þrista sem voru hans einu körfur í hálfleiknum. Njarðvík var að lokum 49-44 yfir í hálfleik. Jóhann Árni Ólafsson átti mjög góðan annan leikhluta og var kominn með 14 stig í hálfleik. Magnús Þór byrjaði seinni hálfleikinn á því að setja fimm fyrstu stig hálfleiksins og koma Njarðvík 11 stigum yfir, 55-44. Brynjar Þór kom KR aftur af stað með tíu stigum á stuttum tíma og KR kom muninum aftur niður í eitt stig. 59-60. Liðin skiptust um að ná forustunni það sem eftir lifði leikhlutans en staðan var síðan 70-70 eftir þriðja leikhluta. Það stefndi því allt í jafnan lokaleikhluta en önnur var raunin. KR-ingar skoruðu 11 af fyrstu 12 stigum fjórða leikhluta og voru komnir með þrettán stiga forskot, 86-73, þegar 2 og hálf mínúta var eftir. Njarðvíkingar frusu hreinlega á úrslitastundu og létu vesturbæinga labba yfir sig á lokakaflanum. Brynjar Þór Björnsson átti stórkostlegan leik fyrir KR-inga og var með 33 stig. Tommy Johnson skoraði 22 stig og Pavel Ermolinski gældi við þrennuna með 10 stigum, 9 fráköstum og 8 stoðsendingum. Semja Inge kom líka inn með frábæran kraft í vörnina og vann hann ófáa lausa bolta í þessum leik. Jóhann Árni Ólafsson var með 19 stig hjá Njarðvík, Magnús Þór Gunnarsson skoraði 16 stig og Nick Bradford var með 16 stig og 8 stoðsendingar.
Dominos-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti