Lífið

Ný plata frá Eminem í sumar

Hönd-á-pung stellingin er á auto pilot hjá Eminem.
Hönd-á-pung stellingin er á auto pilot hjá Eminem.
Ný Eminem-plata, Recovery, kemur út 22. júní. Þetta tilkynnti rapparinn á heimasíðu sinni í gær. Eminem er á miklu flugi en hann gaf út plötuna Relapse í maí í fyrra.

Eminem hafði áður sagt að hann ætlaði að gefa framhaldsplötuna Relapse 2 út nú á árinu. Aðdáendur hans fengu því vægt sjokk þegar hann skrifaði á Twitter "Það kemur engin Relapse 2". Þetta skýrði hann síðan betur á heimasíðunni í kjölfarið.

"Framhaldsplötupælingin rann út í sandinn. Tónlistin á Recovery varð einfaldlega öðruvísi en á Relapse og mér finnst platan eiga sinn eigin titil skilinn," skrifaði hann.

Eminem er því að fara á fullt í sumar. Hann kemur meðal annars fram á tónleikahátíðum í Evrópu í fyrsta skipti í mörg ár og hljómar eins og hann sé í miklu stuði.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.