Innlent

Samtök lánþega gagnrýna skjaldborgina harðlega

Guðmundur Andri Skúlason.
Guðmundur Andri Skúlason.

Talsmaður Samtaka lánþega segist harma auðsýnt máttleysi stjórnvalda við að taka á þeim bráða vanda sem steðjar að íslenskum heimilum og hvetur ríkisstjórnina til að sýna að minnsta kosti mátt til að fara að þeim lögum sem þegar eru sett í landinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá talsmanninum en þar deilir hann hart á úrræði stjórnvalda sem voru kynnt af fimm ráðherrum á blaðamannafundi í dag.

Þá segir einnig í yfirlýsingunni að samtökin lýsi furðu sinni á því að stjórnvöld boði til blaðamannafundar í þeim tilgangi að kynna ákvæði sem verið hafa til staðar í íslenskum lögum til fjölda ára.

Þá þykir þeim einnig langt seilst að segja framtíðarstefnumótun í peningamálum vera hluta af bráðaaðgerðum til stuðnings heimilum landsins.

Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×