Fyrningarleiðin svikin Björgvin Guðmudsson skrifar 1. október 2010 10:00 Þegar þetta er ritað er allt útlit fyrir að fyrningarleiðin í sjávarútvegi verði svikin. Þetta var stærsta kosningamál Samfylkingarinnar í síðustu þingkosningum. Það má fullyrða að loforð Samfylkingarinnar um að fyrna aflaheimildir á 20 árum hafi fært henni það fylgi, sem dugði til þess að hún kæmist til valda. Ég fullyrði, að ef Samfylkingin hefði ekki lofað fyrningarleiðinni í sjávarútveginum væri hún ekki við völd í dag.Tvær leiðir lagðar fram Nefndin,sem skipuð var til þess að fjalla um útfærslu fyrningarleiðarinnar leggur til tvær leiðir: Samningaleið og leigutilboðsleið. Samningaleið byggir á því að kerfið verði að mestu óbreytt, útgerðin haldi veiðiheimildum sínum, fái 80-95% aflaheimilda en 5-20% fari í sérstakan pott. Úr þessum potti verði úthlutað eftir byggðasjónarmiðum og jafnvel eitthvað sett á uppboðsmarkað. Reiknað er með að útgerðin greiði eitthvað gjald fyrir veiðiheimildirnar. Talað er um að útgerðin fái jafnvel veiðiheimildir til langs tíma. Ef það verður stendur útgerðin og kvótakóngarnir betur að vígi en samkvæmt eldra kerfi. Það er þá verr af stað farið en heima setið. Hin leiðin sem nefndin hefur fjallað um og lögð er einnig fram er leigutilboðsleið. Það er útfærsla á fyrningarleið. Gert er þar ráð fyrir, að útgerðin bjóði í aflaheimildarnar og greiði fyrir eitt ár í senn. Áætlað er, að þessi leið gæfi 15 milljarða í tekjur fyrir ríkið á ári en samningaleiðin aðeins 1 milljarð.Alger svik á kosningaloforði Ég tel niðurstöðu svokallaðrar sáttanefndar algjör svik á kosningaloforði Samfylkingarinnar og svik á ákvæði stjórnarsáttmálans um að fara fyrningarleiðina á 20 árum. Það er auðvitað fræðilegur möguleiki á því að ríkisstjórnin fari ekki eftir tillögum „sáttanefndar". En með því að Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra er og hefur alltaf verið andvígur fyrningarleiðinni eru litlar líkur á að ríkisstjórnin ýti áliti nefndarinnar út af borðinu. Frá fyrsta degi hefur Jón Bjarnason dregið lappirnar í þessu máli. Hann hefur verið á móti fyrningarleiðinni og það var ljóst, að ætlun hans var sú, að nefndin mundi leggja fram einhverja moðsuðu eða tillögur, sem fælu ekki í sér fulla framkvæmd á fyrningarleiðinni. Það hefur gerst. Að mínu mati var það út í hött að skipa nefnd með fulltrúum frá LÍÚ til þess að fjalla um fyrningarleiðina. Vitað var að samtök útgerðarinnar voru á móti fyrningarleiðinni. Á meðan þau töldu,að halda ætti við ákvæði stjórnarsáttmálans neituðu fulltrúar þeirra að mæta í nefndinni. Þá fóru fyrirsvarsmenn nefndarinnar að hörfa í málinu og það dugði til þess að LÍÚ fór að mæta aftur. Útgerðarmenn höguðu sér í þessu máli eins og óþekkur krakki. Guðbjartur Hannesson og aðrir fulltrúar stjórnarflokkanna í nefndinn hafa munað vel eftir útgerðarmönnum við nefndarstarfið og hafa reynt að þóknast þeim. En þeir gleymdu einum aðila. Þeir gleymdu kjósendum. Kjósendum var lofað fyrningarleið á 20 árum. Það er nú verið að svíkja það. Hvar eru nú nýju vinnubrögðin, sem átti að taka upp eftir hrun. Átti ekki að hætta að svíkja kosningaloforðin? Átti ekki að virða vilja kjósenda og standa við gefin loforð. Jú, því var heitið. Ef ríkisstjórnin svíkur fyrningarleiðina getur hún farið strax frá. Hún hefur þá fyrirgert rétti sínum til þess að sitja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Þegar þetta er ritað er allt útlit fyrir að fyrningarleiðin í sjávarútvegi verði svikin. Þetta var stærsta kosningamál Samfylkingarinnar í síðustu þingkosningum. Það má fullyrða að loforð Samfylkingarinnar um að fyrna aflaheimildir á 20 árum hafi fært henni það fylgi, sem dugði til þess að hún kæmist til valda. Ég fullyrði, að ef Samfylkingin hefði ekki lofað fyrningarleiðinni í sjávarútveginum væri hún ekki við völd í dag.Tvær leiðir lagðar fram Nefndin,sem skipuð var til þess að fjalla um útfærslu fyrningarleiðarinnar leggur til tvær leiðir: Samningaleið og leigutilboðsleið. Samningaleið byggir á því að kerfið verði að mestu óbreytt, útgerðin haldi veiðiheimildum sínum, fái 80-95% aflaheimilda en 5-20% fari í sérstakan pott. Úr þessum potti verði úthlutað eftir byggðasjónarmiðum og jafnvel eitthvað sett á uppboðsmarkað. Reiknað er með að útgerðin greiði eitthvað gjald fyrir veiðiheimildirnar. Talað er um að útgerðin fái jafnvel veiðiheimildir til langs tíma. Ef það verður stendur útgerðin og kvótakóngarnir betur að vígi en samkvæmt eldra kerfi. Það er þá verr af stað farið en heima setið. Hin leiðin sem nefndin hefur fjallað um og lögð er einnig fram er leigutilboðsleið. Það er útfærsla á fyrningarleið. Gert er þar ráð fyrir, að útgerðin bjóði í aflaheimildarnar og greiði fyrir eitt ár í senn. Áætlað er, að þessi leið gæfi 15 milljarða í tekjur fyrir ríkið á ári en samningaleiðin aðeins 1 milljarð.Alger svik á kosningaloforði Ég tel niðurstöðu svokallaðrar sáttanefndar algjör svik á kosningaloforði Samfylkingarinnar og svik á ákvæði stjórnarsáttmálans um að fara fyrningarleiðina á 20 árum. Það er auðvitað fræðilegur möguleiki á því að ríkisstjórnin fari ekki eftir tillögum „sáttanefndar". En með því að Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra er og hefur alltaf verið andvígur fyrningarleiðinni eru litlar líkur á að ríkisstjórnin ýti áliti nefndarinnar út af borðinu. Frá fyrsta degi hefur Jón Bjarnason dregið lappirnar í þessu máli. Hann hefur verið á móti fyrningarleiðinni og það var ljóst, að ætlun hans var sú, að nefndin mundi leggja fram einhverja moðsuðu eða tillögur, sem fælu ekki í sér fulla framkvæmd á fyrningarleiðinni. Það hefur gerst. Að mínu mati var það út í hött að skipa nefnd með fulltrúum frá LÍÚ til þess að fjalla um fyrningarleiðina. Vitað var að samtök útgerðarinnar voru á móti fyrningarleiðinni. Á meðan þau töldu,að halda ætti við ákvæði stjórnarsáttmálans neituðu fulltrúar þeirra að mæta í nefndinni. Þá fóru fyrirsvarsmenn nefndarinnar að hörfa í málinu og það dugði til þess að LÍÚ fór að mæta aftur. Útgerðarmenn höguðu sér í þessu máli eins og óþekkur krakki. Guðbjartur Hannesson og aðrir fulltrúar stjórnarflokkanna í nefndinn hafa munað vel eftir útgerðarmönnum við nefndarstarfið og hafa reynt að þóknast þeim. En þeir gleymdu einum aðila. Þeir gleymdu kjósendum. Kjósendum var lofað fyrningarleið á 20 árum. Það er nú verið að svíkja það. Hvar eru nú nýju vinnubrögðin, sem átti að taka upp eftir hrun. Átti ekki að hætta að svíkja kosningaloforðin? Átti ekki að virða vilja kjósenda og standa við gefin loforð. Jú, því var heitið. Ef ríkisstjórnin svíkur fyrningarleiðina getur hún farið strax frá. Hún hefur þá fyrirgert rétti sínum til þess að sitja.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar