Fyrningarleiðin svikin Björgvin Guðmudsson skrifar 1. október 2010 10:00 Þegar þetta er ritað er allt útlit fyrir að fyrningarleiðin í sjávarútvegi verði svikin. Þetta var stærsta kosningamál Samfylkingarinnar í síðustu þingkosningum. Það má fullyrða að loforð Samfylkingarinnar um að fyrna aflaheimildir á 20 árum hafi fært henni það fylgi, sem dugði til þess að hún kæmist til valda. Ég fullyrði, að ef Samfylkingin hefði ekki lofað fyrningarleiðinni í sjávarútveginum væri hún ekki við völd í dag.Tvær leiðir lagðar fram Nefndin,sem skipuð var til þess að fjalla um útfærslu fyrningarleiðarinnar leggur til tvær leiðir: Samningaleið og leigutilboðsleið. Samningaleið byggir á því að kerfið verði að mestu óbreytt, útgerðin haldi veiðiheimildum sínum, fái 80-95% aflaheimilda en 5-20% fari í sérstakan pott. Úr þessum potti verði úthlutað eftir byggðasjónarmiðum og jafnvel eitthvað sett á uppboðsmarkað. Reiknað er með að útgerðin greiði eitthvað gjald fyrir veiðiheimildirnar. Talað er um að útgerðin fái jafnvel veiðiheimildir til langs tíma. Ef það verður stendur útgerðin og kvótakóngarnir betur að vígi en samkvæmt eldra kerfi. Það er þá verr af stað farið en heima setið. Hin leiðin sem nefndin hefur fjallað um og lögð er einnig fram er leigutilboðsleið. Það er útfærsla á fyrningarleið. Gert er þar ráð fyrir, að útgerðin bjóði í aflaheimildarnar og greiði fyrir eitt ár í senn. Áætlað er, að þessi leið gæfi 15 milljarða í tekjur fyrir ríkið á ári en samningaleiðin aðeins 1 milljarð.Alger svik á kosningaloforði Ég tel niðurstöðu svokallaðrar sáttanefndar algjör svik á kosningaloforði Samfylkingarinnar og svik á ákvæði stjórnarsáttmálans um að fara fyrningarleiðina á 20 árum. Það er auðvitað fræðilegur möguleiki á því að ríkisstjórnin fari ekki eftir tillögum „sáttanefndar". En með því að Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra er og hefur alltaf verið andvígur fyrningarleiðinni eru litlar líkur á að ríkisstjórnin ýti áliti nefndarinnar út af borðinu. Frá fyrsta degi hefur Jón Bjarnason dregið lappirnar í þessu máli. Hann hefur verið á móti fyrningarleiðinni og það var ljóst, að ætlun hans var sú, að nefndin mundi leggja fram einhverja moðsuðu eða tillögur, sem fælu ekki í sér fulla framkvæmd á fyrningarleiðinni. Það hefur gerst. Að mínu mati var það út í hött að skipa nefnd með fulltrúum frá LÍÚ til þess að fjalla um fyrningarleiðina. Vitað var að samtök útgerðarinnar voru á móti fyrningarleiðinni. Á meðan þau töldu,að halda ætti við ákvæði stjórnarsáttmálans neituðu fulltrúar þeirra að mæta í nefndinni. Þá fóru fyrirsvarsmenn nefndarinnar að hörfa í málinu og það dugði til þess að LÍÚ fór að mæta aftur. Útgerðarmenn höguðu sér í þessu máli eins og óþekkur krakki. Guðbjartur Hannesson og aðrir fulltrúar stjórnarflokkanna í nefndinn hafa munað vel eftir útgerðarmönnum við nefndarstarfið og hafa reynt að þóknast þeim. En þeir gleymdu einum aðila. Þeir gleymdu kjósendum. Kjósendum var lofað fyrningarleið á 20 árum. Það er nú verið að svíkja það. Hvar eru nú nýju vinnubrögðin, sem átti að taka upp eftir hrun. Átti ekki að hætta að svíkja kosningaloforðin? Átti ekki að virða vilja kjósenda og standa við gefin loforð. Jú, því var heitið. Ef ríkisstjórnin svíkur fyrningarleiðina getur hún farið strax frá. Hún hefur þá fyrirgert rétti sínum til þess að sitja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þegar þetta er ritað er allt útlit fyrir að fyrningarleiðin í sjávarútvegi verði svikin. Þetta var stærsta kosningamál Samfylkingarinnar í síðustu þingkosningum. Það má fullyrða að loforð Samfylkingarinnar um að fyrna aflaheimildir á 20 árum hafi fært henni það fylgi, sem dugði til þess að hún kæmist til valda. Ég fullyrði, að ef Samfylkingin hefði ekki lofað fyrningarleiðinni í sjávarútveginum væri hún ekki við völd í dag.Tvær leiðir lagðar fram Nefndin,sem skipuð var til þess að fjalla um útfærslu fyrningarleiðarinnar leggur til tvær leiðir: Samningaleið og leigutilboðsleið. Samningaleið byggir á því að kerfið verði að mestu óbreytt, útgerðin haldi veiðiheimildum sínum, fái 80-95% aflaheimilda en 5-20% fari í sérstakan pott. Úr þessum potti verði úthlutað eftir byggðasjónarmiðum og jafnvel eitthvað sett á uppboðsmarkað. Reiknað er með að útgerðin greiði eitthvað gjald fyrir veiðiheimildirnar. Talað er um að útgerðin fái jafnvel veiðiheimildir til langs tíma. Ef það verður stendur útgerðin og kvótakóngarnir betur að vígi en samkvæmt eldra kerfi. Það er þá verr af stað farið en heima setið. Hin leiðin sem nefndin hefur fjallað um og lögð er einnig fram er leigutilboðsleið. Það er útfærsla á fyrningarleið. Gert er þar ráð fyrir, að útgerðin bjóði í aflaheimildarnar og greiði fyrir eitt ár í senn. Áætlað er, að þessi leið gæfi 15 milljarða í tekjur fyrir ríkið á ári en samningaleiðin aðeins 1 milljarð.Alger svik á kosningaloforði Ég tel niðurstöðu svokallaðrar sáttanefndar algjör svik á kosningaloforði Samfylkingarinnar og svik á ákvæði stjórnarsáttmálans um að fara fyrningarleiðina á 20 árum. Það er auðvitað fræðilegur möguleiki á því að ríkisstjórnin fari ekki eftir tillögum „sáttanefndar". En með því að Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra er og hefur alltaf verið andvígur fyrningarleiðinni eru litlar líkur á að ríkisstjórnin ýti áliti nefndarinnar út af borðinu. Frá fyrsta degi hefur Jón Bjarnason dregið lappirnar í þessu máli. Hann hefur verið á móti fyrningarleiðinni og það var ljóst, að ætlun hans var sú, að nefndin mundi leggja fram einhverja moðsuðu eða tillögur, sem fælu ekki í sér fulla framkvæmd á fyrningarleiðinni. Það hefur gerst. Að mínu mati var það út í hött að skipa nefnd með fulltrúum frá LÍÚ til þess að fjalla um fyrningarleiðina. Vitað var að samtök útgerðarinnar voru á móti fyrningarleiðinni. Á meðan þau töldu,að halda ætti við ákvæði stjórnarsáttmálans neituðu fulltrúar þeirra að mæta í nefndinni. Þá fóru fyrirsvarsmenn nefndarinnar að hörfa í málinu og það dugði til þess að LÍÚ fór að mæta aftur. Útgerðarmenn höguðu sér í þessu máli eins og óþekkur krakki. Guðbjartur Hannesson og aðrir fulltrúar stjórnarflokkanna í nefndinn hafa munað vel eftir útgerðarmönnum við nefndarstarfið og hafa reynt að þóknast þeim. En þeir gleymdu einum aðila. Þeir gleymdu kjósendum. Kjósendum var lofað fyrningarleið á 20 árum. Það er nú verið að svíkja það. Hvar eru nú nýju vinnubrögðin, sem átti að taka upp eftir hrun. Átti ekki að hætta að svíkja kosningaloforðin? Átti ekki að virða vilja kjósenda og standa við gefin loforð. Jú, því var heitið. Ef ríkisstjórnin svíkur fyrningarleiðina getur hún farið strax frá. Hún hefur þá fyrirgert rétti sínum til þess að sitja.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun