Körfubolti

United mistókst að koma sér á toppinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Carrick og Barry Ferguson í baráttunni í dag.
Michael Carrick og Barry Ferguson í baráttunni í dag. Nordic Photos / Getty Images

Manchester United gerði í dag 1-1 jafntefli við Birmingham á útivelli í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Cameron James kom Birmingham yfir með marki eftir að Jonny Evans hafði mistekist að koma boltanum almennilega frá markinu.

Scott Dann skoraði svo sjálfsmark í síðari hálfleik og jafnaði þar með metin fyrir United. Markið var umdeilt þar sem að Mark Clattenburg dómari hafði skömmu áður ekki dæmt rangstæðu þó svo að aðstoðarmaður hans hafði lyft upp flagginu.

Darren Fletcher fékk svo að líta rauða spjaldið seint í leiknum þegar hann fékk að sína aðra áminningu en dómurinn þótti ansi strangur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×