Viðskipti innlent

Pizzakóngur vill kaupa eignir Baugs

Frétt Observer.
Frétt Observer.
Fjárfestirinn Hugh Osmond hefur áhuga á eignum Baugs og annarra breskra fyrirtækja sem standa illa. Í þarlendum fjölmiðlum í dag er hann sagður leita af ferskum viðskiptatækifærum.

Í frétt Observer segir að Osmbond ætli að stofna nýtt fjárfestingarfélag, Horizon, og leggja allt að fimm milljarða punda í það til að fjárfesta í gjaldþrota eða skuldugum fyrirtækjum.

Osmond hagnaðist gríðarlega fyrir tæpum 20 árum þegar hann keypti veitingastaðakeðjuna Pizza Express fyrir litla upphæð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×