Ábyrgðinni velt af ríkinu á lífeyrissjóði 17. september 2010 04:00 þéttsetið var á fundi um fjárfestingarstefnu framtakssjóðsins Framtakssjóðurinn var gagnrýndur harðlega í gær. Sparnað landsmanna á ekki að nýta til kaupa á hlutafé fyrirtækja í vanda og við endurreisn atvinnulífsins, segir Hallbjörn Karlsson, fjárfestir. Fréttablaðið/GVA Kaup Framtakssjóðs Íslands og aðkoma lífeyrissjóðanna að endurreisn efnahagslífsins í kjölfar kreppunnar var harðlega gagnrýnd á morgunverðarfundi Samtaka verslunar og þjónustu í gær þar sem farið var yfir fjárfestingarstefnu sjóðsins. Fjárfestirinn Hallbjörn Karlsson sagði aðkomu lífeyrissjóðanna að atvinnuuppbyggingu og fjármögnun ýmissa framkvæmda, svo sem vegalagningu, sem til þessa hafi að mestu verið á könnu hins opinbera, bera þess merki að ríkissjóður hafi ekki lengur bolmagn til að standa að þeim. Hafi byrðinni verið velt yfir á lífeyrissjóðina. Það kunni ekki góðri lukku að stýra. Þá taldi hann ólíklegt að Framtakssjóðurinn og lífeyrissjóðirnir væru réttu fjárhagslegu bakhjarlarnir til fyrirtækjakaupa, svo sem á Icelandair Group og Vestia. Innan Vestia er Húsasmiðjan auk fleiri fyrirtækja. Enn á eftir að koma efnahagsreikningi fyrirtækisins Húsasmiðjunnar á réttan kjöl. Hallbjörn sagði varasamt að setja fjármagn í slíkan rekstur, ekki síst í fyrirtæki sem eigi eftir að reisa við. Fjárfestingar Framtakssjóðsins séu áhættufjárfestingar. Lífeyrissparnað almennings eigi ekki að nýta með þessu hætti. Þá gagnrýndi Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, kaup Framtakssjóðsins á hlut í Icelandair. Matthías efaðist um gæði flugfélagsins, sagði vísbendingar um að óefnislegar eignir Icelandair, svo sem viðskiptavild, hefðu verið stórlega ofmetnar í bókum félagsins. Þrátt fyrir fjárhagslega endurskipulagningu séu þær hærra metnar en hjá flugfélögum á borð við norræna flugfélagið SAS og British Airways. Matthías bætti við að eftir að Framtakssjóðurinn varð hluthafi í félaginu hafi það kynnt nýja áfangastaði, og nokkrir þeirra hefðu verið þeir sömu og Iceland Express fljúgi til. Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins, gerði ítarlega grein fyrir fjárfestingarstefnu sjóðsins og fyrirtækjakaupum hans. Hann svaraði því til að lífeyrissjóðirnir væru ekki að kaupa fyrirtækin. Þeir hefðu sett á laggirnar félag sem sæi um það. Hvað hann áhræri hafi hann um árabil unnið að fjárfestingum í fyrirtækjum. Vísaði hann þar til Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Þá hafi Framtakssjóðurinn ekki í hyggju að eiga allt hlutafé fyrirtækja til lengri tíma. Öðrum hluthöfum verði boðið að kaupa hlut í Framtakssjóðnum og sé ætlunin að selja þau eftir fjögur til sjö ár. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sjá meira
Kaup Framtakssjóðs Íslands og aðkoma lífeyrissjóðanna að endurreisn efnahagslífsins í kjölfar kreppunnar var harðlega gagnrýnd á morgunverðarfundi Samtaka verslunar og þjónustu í gær þar sem farið var yfir fjárfestingarstefnu sjóðsins. Fjárfestirinn Hallbjörn Karlsson sagði aðkomu lífeyrissjóðanna að atvinnuuppbyggingu og fjármögnun ýmissa framkvæmda, svo sem vegalagningu, sem til þessa hafi að mestu verið á könnu hins opinbera, bera þess merki að ríkissjóður hafi ekki lengur bolmagn til að standa að þeim. Hafi byrðinni verið velt yfir á lífeyrissjóðina. Það kunni ekki góðri lukku að stýra. Þá taldi hann ólíklegt að Framtakssjóðurinn og lífeyrissjóðirnir væru réttu fjárhagslegu bakhjarlarnir til fyrirtækjakaupa, svo sem á Icelandair Group og Vestia. Innan Vestia er Húsasmiðjan auk fleiri fyrirtækja. Enn á eftir að koma efnahagsreikningi fyrirtækisins Húsasmiðjunnar á réttan kjöl. Hallbjörn sagði varasamt að setja fjármagn í slíkan rekstur, ekki síst í fyrirtæki sem eigi eftir að reisa við. Fjárfestingar Framtakssjóðsins séu áhættufjárfestingar. Lífeyrissparnað almennings eigi ekki að nýta með þessu hætti. Þá gagnrýndi Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, kaup Framtakssjóðsins á hlut í Icelandair. Matthías efaðist um gæði flugfélagsins, sagði vísbendingar um að óefnislegar eignir Icelandair, svo sem viðskiptavild, hefðu verið stórlega ofmetnar í bókum félagsins. Þrátt fyrir fjárhagslega endurskipulagningu séu þær hærra metnar en hjá flugfélögum á borð við norræna flugfélagið SAS og British Airways. Matthías bætti við að eftir að Framtakssjóðurinn varð hluthafi í félaginu hafi það kynnt nýja áfangastaði, og nokkrir þeirra hefðu verið þeir sömu og Iceland Express fljúgi til. Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins, gerði ítarlega grein fyrir fjárfestingarstefnu sjóðsins og fyrirtækjakaupum hans. Hann svaraði því til að lífeyrissjóðirnir væru ekki að kaupa fyrirtækin. Þeir hefðu sett á laggirnar félag sem sæi um það. Hvað hann áhræri hafi hann um árabil unnið að fjárfestingum í fyrirtækjum. Vísaði hann þar til Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Þá hafi Framtakssjóðurinn ekki í hyggju að eiga allt hlutafé fyrirtækja til lengri tíma. Öðrum hluthöfum verði boðið að kaupa hlut í Framtakssjóðnum og sé ætlunin að selja þau eftir fjögur til sjö ár. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sjá meira