Spáir jákvæðum tóni hjá matsfyrirtækjum í garð Íslands 3. júní 2010 12:06 Greining Íslandsbanka telur líklegt að tónninn hjá matsfyrirtækjunum í garð Íslands á næstunni verði frekar jákvæðari en áður. Telur greiningin ólíklegt að lánshæfismat ríkissjóðs versni, nema verulegt bakslag verði í þróun gjaldeyrismála hér á landi og lausn Icesave deilunnar dragist enn á langinn. Þeta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar en í formála skýrslu Seðlabankans, Fjármálastöðugleika, er bent á að önnur endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) hafi eytt óvissu um getu Íslands til að ráða við þungar afborganir af erlendum lánum næstu tvö árin. Þar segir enn frekar að þetta hafi haft þau áhrif að horfur um lánshæfismat hafi batnað. Þó hefur einungis eitt lánshæfismatsfyrirtæki af þeim fjórum sem meta lánshæfi Ríkissjóðs Íslands breytt horfum sínum í jákvæða átt frá því önnur endurskoðun var í höfn, en það er fyrirtækið Moody´s. Lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs hjá Moody´s fyrir innlendar og erlendar langtímaskuldbindingar eru Baa3 sem er lægsta einkunn í fjárfestingarflokki. Voru það því afar jákvæð tíðindi þegar það breytti horfum um einkunnirnar nokkrum dögum eftir að lokið var við aðra endurskoðun úr neikvæðum í stöðugar, enda minnka líkurnar þá á því að þær detta niður í spákaupmennskuflokk. Ekkert hefur heyrst frá hinum matsfyrirtækjunum, þ.e. S&P, Fitch og R&I, á þessum tíma. Í raun hefur ekkert heyrst frá matsfyrirtækinu Fitch frá því það lækkaði einkunnir ríkissjóðs fyrir erlendar skuldbindingar niður í spákaupmennskuflokk, þ.e. BB+, í kjölfar ákvörðun forseta Íslands um að vísa Icesave-samningnum til þjóðaratkvæðagreiðslu sem átti sér stað í byrjun janúar. Auk þess hafa einkunnir ríkissjóðs verið á neikvæðum horfum hjá fyrirtækinu allt frá þeim tíma. Ekkert hefur heyrst í S&P frá því það lækkaði einkunnir ríkissjóðs fyrir langtímaskuldbindingar í innlendri mynt í lok mars og eru þær jafnframt enn á neikvæðum horfum í bókum fyrirtækisins. Í Morgunkornunu segir ennfremur að það sé því ljóst samkvæmt framangreindu að ekki hefur mikil breyting átt sér stað á lánshæfiseinkunnum ríkissjóðs eða horfum um þær í bókum fyrirtækjanna frá því önnur endurskoðun var í höfn. Af umfjöllun matsfyrirtækjanna má jafnframt ráða að þau hafi einna helst áhyggjur af því hvernig stjórnvöldum tekst til við að skapa forsendur fyrir stöðugleika krónunnar, afnema þau gjaldeyrishöft sem hér var komið á síðla árs 2008, og síðast en ekki síst lausn Icesave-deilunnar. Þó hefur margt jákvætt áunnist hér að undanförnu sem matsfyrirtækin taka tillit til. Má hér benda á samkomulag Seðlabanka Íslands og Ríkissjóðs Íslands við Seðlabanka Lúxemborgar og skilanefnd Landsbankans í Lúxemborg um kaup útistandandi skuldabréfa Avens B.V. sem er stærsti einstaki eigandi krónueigna utan Íslands. Þetta samkomulag er m.a. mikilvæg forsenda þess að hægt sé að stíga næstu skref í afnámi gjaldeyrishafta hér á landi enda lækkaði þetta erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins um 3,5% og minnkaði krónueign erlendra aðila um fjórðung. Jafnframt hefur gengi krónunnar heldur styrkst að undanförnu og það án inngripa Seðlabankans í gjaldeyrismarkað frá því í nóvember. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Greining Íslandsbanka telur líklegt að tónninn hjá matsfyrirtækjunum í garð Íslands á næstunni verði frekar jákvæðari en áður. Telur greiningin ólíklegt að lánshæfismat ríkissjóðs versni, nema verulegt bakslag verði í þróun gjaldeyrismála hér á landi og lausn Icesave deilunnar dragist enn á langinn. Þeta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar en í formála skýrslu Seðlabankans, Fjármálastöðugleika, er bent á að önnur endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) hafi eytt óvissu um getu Íslands til að ráða við þungar afborganir af erlendum lánum næstu tvö árin. Þar segir enn frekar að þetta hafi haft þau áhrif að horfur um lánshæfismat hafi batnað. Þó hefur einungis eitt lánshæfismatsfyrirtæki af þeim fjórum sem meta lánshæfi Ríkissjóðs Íslands breytt horfum sínum í jákvæða átt frá því önnur endurskoðun var í höfn, en það er fyrirtækið Moody´s. Lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs hjá Moody´s fyrir innlendar og erlendar langtímaskuldbindingar eru Baa3 sem er lægsta einkunn í fjárfestingarflokki. Voru það því afar jákvæð tíðindi þegar það breytti horfum um einkunnirnar nokkrum dögum eftir að lokið var við aðra endurskoðun úr neikvæðum í stöðugar, enda minnka líkurnar þá á því að þær detta niður í spákaupmennskuflokk. Ekkert hefur heyrst frá hinum matsfyrirtækjunum, þ.e. S&P, Fitch og R&I, á þessum tíma. Í raun hefur ekkert heyrst frá matsfyrirtækinu Fitch frá því það lækkaði einkunnir ríkissjóðs fyrir erlendar skuldbindingar niður í spákaupmennskuflokk, þ.e. BB+, í kjölfar ákvörðun forseta Íslands um að vísa Icesave-samningnum til þjóðaratkvæðagreiðslu sem átti sér stað í byrjun janúar. Auk þess hafa einkunnir ríkissjóðs verið á neikvæðum horfum hjá fyrirtækinu allt frá þeim tíma. Ekkert hefur heyrst í S&P frá því það lækkaði einkunnir ríkissjóðs fyrir langtímaskuldbindingar í innlendri mynt í lok mars og eru þær jafnframt enn á neikvæðum horfum í bókum fyrirtækisins. Í Morgunkornunu segir ennfremur að það sé því ljóst samkvæmt framangreindu að ekki hefur mikil breyting átt sér stað á lánshæfiseinkunnum ríkissjóðs eða horfum um þær í bókum fyrirtækjanna frá því önnur endurskoðun var í höfn. Af umfjöllun matsfyrirtækjanna má jafnframt ráða að þau hafi einna helst áhyggjur af því hvernig stjórnvöldum tekst til við að skapa forsendur fyrir stöðugleika krónunnar, afnema þau gjaldeyrishöft sem hér var komið á síðla árs 2008, og síðast en ekki síst lausn Icesave-deilunnar. Þó hefur margt jákvætt áunnist hér að undanförnu sem matsfyrirtækin taka tillit til. Má hér benda á samkomulag Seðlabanka Íslands og Ríkissjóðs Íslands við Seðlabanka Lúxemborgar og skilanefnd Landsbankans í Lúxemborg um kaup útistandandi skuldabréfa Avens B.V. sem er stærsti einstaki eigandi krónueigna utan Íslands. Þetta samkomulag er m.a. mikilvæg forsenda þess að hægt sé að stíga næstu skref í afnámi gjaldeyrishafta hér á landi enda lækkaði þetta erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins um 3,5% og minnkaði krónueign erlendra aðila um fjórðung. Jafnframt hefur gengi krónunnar heldur styrkst að undanförnu og það án inngripa Seðlabankans í gjaldeyrismarkað frá því í nóvember.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira