Viðskipti innlent

Óverulegar breytingar á tekjum

Mynd/Pjetur

Í nýlegri rannsókn Steinunnar Hrafnsdóttur og Ómars H. Kristmundssonar, forstöðumanna Fræðasetursins um þriðja geirann, kemur í ljós að tekjur félagasamtaka í velferðarþjónustu hafa ekki dregist verulega saman í kjölfar hrunsins. Litið var til áranna 2008 og 2009, en þar kom í ljós að tekjur voru svipaðar hjá um þriðjungi svarenda, samdráttur varð hjá 37 prósentum og tekjur jukust hjá 31 prósenti.

Þegar nánar er rýnt í tölurnar kemur í ljós að tekjur vegna félagsgjalda og þjónustugjalda hafa ekki breyst mikið og styrkir frá einstaklingum minnka ekki mikið, en framlög frá fyrirtækjum, ríki, sveitarfélögum og ýmsum sjóðum hafa dregist frekar saman. Mismikið þó.

Telja höfundar viðbúið að tekjur félagasamtaka skerðist enn frekar á næsta ári, þar sem framlög frá ríkinu séu mikilvægur tekjustofn margra þeirra.

Rannsóknin var gerð með því að senda spurningalista á úrtak sem í voru 144 samtök og bárust svör frá 116 þeirra.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×