Kyrrstaða kostar 75 milljarða á mánuði Gunnlaugur H. Jónsson skrifar 29. janúar 2010 06:00 Í morgunútvarpinu á Rás 2 26. janúar, var viðtal við tvo fjölskyldumenn, prest og fjölmiðlafræðing sem eru að flytja úr landi til Noregs á næstu mánuðum. Þeir sjá ekki framtíð í því að búa á Íslandi við þá óvissu og kyrrstöðu sem nú ríkir í efnahagsmálum. Kyrrstaðan veldur því að stöðugt bætist við þá 15.329 sem skráðir voru atvinnulausir um áramótin. Þeir sem þó eru með vinnu eru á skertum launum. Meðan þetta ástand varir eiga einstaklingar og fyrirtæki erfitt með að ná endum saman og greiða því lítið upp í skuldir og mun minni skatta en ella. Ríkið er rekið með tapi og safnar skuldum og upp safnast vaxtakostnaður hjá einstaklingum, fyrirtækjum og ríkissjóði, sjóði allra landsmanna. Undirritaður hvetur fjölmiðla til þess að afla sér upplýsinga frá fremstu hagfræðingum um það hvað þessi kyrrstaða kostar og hvernig má rjúfa hana. Hér á eftir er gerð tilraun til þess að svara þessum spurningum sem mikilvægt er að fá svar við. Að jafnaði vex íslenska hagkerfið um 3% á ári. Þjóðarframleiðslan er nú um 1.500 milljarðar kr. á ári. Að öðru jöfnu mætti því búast við því að þjóðarframleiðslan á næsta ári yrði 1.545 M.kr. ári síðar 1.591 M.kr. og svo framvegis eins og kemur fram í meðfylgjandi töflu og línuriti. Ef kyrrstaða ríkir þá er ekki vöxtur í þjóðarframleiðslu. Standi þessi kyrrstaða í eitt ár (12 mánuði) þá verður þjóðarframleiðsla næsta árs 45 M.kr. minni en vænta mætti við venjulegar aðstæður. Sama á við um öll árin sem á eftir fylgja. Þjóðarframleiðslan er á hverju ári 3% minni en hún hefði verið ef kyrrstaða hefði ekki ríkt í eitt ár. Reiknað til núvirðis nemur töpuð framtíðarþjóðarframleiðsla af kyrrstöðu í eitt ár 900 til 2.250 M.kr. eftir því með hvaða ávöxtun er reiknað (5% til 8%). Kostnaðurinn af kyrrstöðu nemur því að lágmarki 75 M.kr. á mánuði miðað við ofangreindar einfaldar forsendur. Ofangreind rök sýna að kyrrstaða er þjóðinni dýr í atvinnuleysi, landflótta og tapaðri þjóðarframleiðslu. Miklu er því fórnandi til þess að rjúfa hana. Undir þetta taka Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og væntanlega allir Íslendingar sem láta sér annt um framtíð þessarar þjóðar og þeirra einstaklinga sem mest líða fyrir atvinnuleysi og kyrrstöðu. Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og ríkisstjórn Íslands hafa sagt að sátt við alþjóðasamfélagið og samningur við Norðurlöndin og alþjóðlegar fjármálastofnanir, þar á meðal AGS, sé forsenda fyrir því að fjármagn fáist til þess að endurfjármagna skuldir ríkissjóðs, Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og sveitafélaganna. Þetta fjármagn er síðan forsenda fyrir því að leiðrétta gengi krónunnar til hækkunar og lækka vexti innanlands og jafnframt bæta þau vaxtakjör sem Íslandi bjóðast erlendis. Þessar fjárhagslegu forsendur eru nauðsynlegar til þess að ná hagvexti á ný og rjúfa kyrrstöðuna sem við erum í. Margir hafa bent á að lausn á Icesave-deilunni sé forsenda fyrir sátt við alþjóðasamfélagið. Það er beisk pilla að kyngja. Hafa verður þó í huga að það eina sem þarf til þess að ná samkomulagi í Icesave-deilunni er að skrifa upp á skuldabréf sem reiknað hefur verið að núvirði til 189 milljarða króna. Með öðrum orðum lausnin snýst um peninga. Hvað kostar að skrifa upp á skuldabréfið og hvað kostar að skrifa ekki upp á skuldabréfið. Sé sú tilgáta rétt að lausn á Icesave-deilunni sé forsenda fyrir því að rjúfa kyrrstöðuna og ná 3% hagvexti á ný þá er rökrétt ákvörðun auðveld. Hver mánuður sem líður án þess að eðlilegum 3% hagvexti sé náð kostar þjóðina 75 milljarða króna Icesave-skuldbréfið kostar minna en þriggja mánaða kyrrstaða. Náum sátt við alþjóðasamfélagið, eyðum óvissu, rjúfum kyrrstöðu og stuðlum að hagvexti, minnkandi atvinnuleysi og hærri launum. Höfundur er rekstrarhagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinsælast 2010 Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Í morgunútvarpinu á Rás 2 26. janúar, var viðtal við tvo fjölskyldumenn, prest og fjölmiðlafræðing sem eru að flytja úr landi til Noregs á næstu mánuðum. Þeir sjá ekki framtíð í því að búa á Íslandi við þá óvissu og kyrrstöðu sem nú ríkir í efnahagsmálum. Kyrrstaðan veldur því að stöðugt bætist við þá 15.329 sem skráðir voru atvinnulausir um áramótin. Þeir sem þó eru með vinnu eru á skertum launum. Meðan þetta ástand varir eiga einstaklingar og fyrirtæki erfitt með að ná endum saman og greiða því lítið upp í skuldir og mun minni skatta en ella. Ríkið er rekið með tapi og safnar skuldum og upp safnast vaxtakostnaður hjá einstaklingum, fyrirtækjum og ríkissjóði, sjóði allra landsmanna. Undirritaður hvetur fjölmiðla til þess að afla sér upplýsinga frá fremstu hagfræðingum um það hvað þessi kyrrstaða kostar og hvernig má rjúfa hana. Hér á eftir er gerð tilraun til þess að svara þessum spurningum sem mikilvægt er að fá svar við. Að jafnaði vex íslenska hagkerfið um 3% á ári. Þjóðarframleiðslan er nú um 1.500 milljarðar kr. á ári. Að öðru jöfnu mætti því búast við því að þjóðarframleiðslan á næsta ári yrði 1.545 M.kr. ári síðar 1.591 M.kr. og svo framvegis eins og kemur fram í meðfylgjandi töflu og línuriti. Ef kyrrstaða ríkir þá er ekki vöxtur í þjóðarframleiðslu. Standi þessi kyrrstaða í eitt ár (12 mánuði) þá verður þjóðarframleiðsla næsta árs 45 M.kr. minni en vænta mætti við venjulegar aðstæður. Sama á við um öll árin sem á eftir fylgja. Þjóðarframleiðslan er á hverju ári 3% minni en hún hefði verið ef kyrrstaða hefði ekki ríkt í eitt ár. Reiknað til núvirðis nemur töpuð framtíðarþjóðarframleiðsla af kyrrstöðu í eitt ár 900 til 2.250 M.kr. eftir því með hvaða ávöxtun er reiknað (5% til 8%). Kostnaðurinn af kyrrstöðu nemur því að lágmarki 75 M.kr. á mánuði miðað við ofangreindar einfaldar forsendur. Ofangreind rök sýna að kyrrstaða er þjóðinni dýr í atvinnuleysi, landflótta og tapaðri þjóðarframleiðslu. Miklu er því fórnandi til þess að rjúfa hana. Undir þetta taka Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og væntanlega allir Íslendingar sem láta sér annt um framtíð þessarar þjóðar og þeirra einstaklinga sem mest líða fyrir atvinnuleysi og kyrrstöðu. Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og ríkisstjórn Íslands hafa sagt að sátt við alþjóðasamfélagið og samningur við Norðurlöndin og alþjóðlegar fjármálastofnanir, þar á meðal AGS, sé forsenda fyrir því að fjármagn fáist til þess að endurfjármagna skuldir ríkissjóðs, Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og sveitafélaganna. Þetta fjármagn er síðan forsenda fyrir því að leiðrétta gengi krónunnar til hækkunar og lækka vexti innanlands og jafnframt bæta þau vaxtakjör sem Íslandi bjóðast erlendis. Þessar fjárhagslegu forsendur eru nauðsynlegar til þess að ná hagvexti á ný og rjúfa kyrrstöðuna sem við erum í. Margir hafa bent á að lausn á Icesave-deilunni sé forsenda fyrir sátt við alþjóðasamfélagið. Það er beisk pilla að kyngja. Hafa verður þó í huga að það eina sem þarf til þess að ná samkomulagi í Icesave-deilunni er að skrifa upp á skuldabréf sem reiknað hefur verið að núvirði til 189 milljarða króna. Með öðrum orðum lausnin snýst um peninga. Hvað kostar að skrifa upp á skuldabréfið og hvað kostar að skrifa ekki upp á skuldabréfið. Sé sú tilgáta rétt að lausn á Icesave-deilunni sé forsenda fyrir því að rjúfa kyrrstöðuna og ná 3% hagvexti á ný þá er rökrétt ákvörðun auðveld. Hver mánuður sem líður án þess að eðlilegum 3% hagvexti sé náð kostar þjóðina 75 milljarða króna Icesave-skuldbréfið kostar minna en þriggja mánaða kyrrstaða. Náum sátt við alþjóðasamfélagið, eyðum óvissu, rjúfum kyrrstöðu og stuðlum að hagvexti, minnkandi atvinnuleysi og hærri launum. Höfundur er rekstrarhagfræðingur.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun