Viðskipti innlent

AT&T lætur af stuðningi við Woods

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tiger Woods hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu.
Tiger Woods hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu.
AT&T ætlar að hætta að styrkja golfleikarann Tiger Woods. Woods tilkynnti í byrjun desember að hann myndi taka sér frí frá íþróttinni af persónulegum ástæðum.

Áður höfðu Accenture og Gillette tilkynnt að þau mundu hætta að styrkja Woods eftir að hann viðurkenndi að hafa verið eiginkonu sinni ótrúr. Merki AT&T birtist á tösku Woods.

AT&T hefur ekki viljað gefa upp ástæður þess að auglýsingasamningnum við Woods hafi verið sagt upp, en fyrirtækð mun fjármagna PGA golfmót sem fram fer í júlí.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×