„Búa bara hálfvitar í Reykjanesbæ?“ Kristlaug María Sigurðardóttir skrifar 25. maí 2010 16:44 Þessa spurningu fékk ég í símanum fyrir stuttu, frá bróður mínum sem býr norður í landi. Hann og fleiri skilja ekki hvernig íbúar Reykjanesbæjar hafa sýnt það í skoðanakönnunum að þeir ætli að kjósa yfir sig óbreytt ástand. þ.e. algert gjaldþrot bæjarfélagsins. Sameining bæjarfélaga Fyrir 16 árum voru sveitafélögin Keflavík, Njarðvíkurnar og Hafnir sameinuð og allar eignir sveitafélagana settar í sameiginlegan pott sveitafélagsins Reykjanesbæjar. Ekki voru allir sáttir við sameininguna en þeir sem kölluðu helst eftir henni lýstu því hvernig hagræðing myndi hljótast af þessum gerningi og hagsmunum bæjarbúa væri best borgið í sameiginlegu sveitafélagi. Íbúarnir voru rúmlega tíu þúsund og möguleikar að byggja upp blómlegt samfélag úr sameinuðu sveitafélögunum töluverðir. Átta árum síðar fóru fram örlagaríkar kosningar þar sem núverandi meirihluti náði völdum og hefur haldið þeim síðan, án gagnrýni, án lýðræðis og án þess að bera hag íbúa bæjarins fyrir brjósti. Þetta er ekki gamalt sveitafélag sem berst nú í bökkum. Smá útúrdúr til sveitafélagsins Farum í Danmörku Nánast á sama tíma stjórnaði Peter Brixtofte bæjarfélaginu Farum í Danmörku og kom með nýja, róttæka stjórnunaraðferð sem var uppfrá þessu kölluð "Farum módelið" bæjarfélaginu til heiðurs. Farum módelið gekk út á það að selja allar eignir bæjarins til eignarhaldsfélags, nota hagnaðinn í allavega og allskonar fyrir hinn og þennan sem Peter Brixtofte þekkti, eða hitt og þetta sem Peter Brixtofte vildi. Snilldin fólst svo í því að leigja eignirnar aftur, en reyndar á töluvert hærra verði en það hefði kostað að halda þeim við og reka sjálf. En við þetta fékkst lausafé sem hafði verið bundið í fasteignunum, og það var jú mikilvægt fyrir bæjarstjóra sem vildi eyða peningum og reysa misvellukkuð minnismerki um sjálfann sig að hafa nóg af peningum. Aftur til Reykjanesbæjar Árið 2002 bjuggu um 11000 íbúar í Reykjanesbæ og skuldir bæjarins voru um einn milljarður. Það þýðir að hver bæjarbúi skuldaði rúmar 90 þúsund krónur og bærinn átti allar skólabyggingar, leikskólabyggingar, íþróttamannavirki, Stapann og fleira og fleira, sem sagt fullt af eignum. Þá frétti einhver af "Farum módelinu" og vildi endilega selja, bæði til að borga miljaðinn (það voru ein rökin) og líka til að losa fé svo það væri hægt að "fegra" bæinn og gera allavega og allskonar eins og sumir bæjarstjórar vilja gjarnan gera. Aftur til Farum, skömmu síðar Eftirlitsstofnun með sveitafélögum í Danmörku gerði athugasemd við skuldir bæjarfélagsins Farum sem voru orðnar svo miklar að því varð ekki bjargað. Sveitafélagið Farum, átti engar eignir og skuldaði margfalt það sem það hafði skuldað fyrir sölu eignanna. Sveitafélagið var lagt niður og íbúarnir, án þess að hafa nokkuð um það að segja, sameinaðir öðru svitafélagi. En bæjarstjórinn Peter Brixtofte var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir spillingu og mútugreiðslur nokkrum árum síðar. Aftur til Reykjanesbæjar Árið er 2010, íbúafjöldinn er um 14000 manns, hreinn pólitískur meirihluti hefur verið við völd í átta ár og nánast apað allt upp eftir Farum módeli hins dæmda glæpamanns Peters Brixtofte. Það er búið að selja allar eignirnar, og skuldirnar eru yfir 30 miljarðar, sem mér skilst að sé varlega áætlað miðað við allar bókhaldsbrellurnar sem hafa verið notaðar til að fela skuldirnar. Þetta þýðir að hver einasti íbúi Reykjanesbæjar skuldar tæpar 2,2 miljónir, og bærinn er gersamlega eignalaus og á hausnum. Meira að segja fjöreggið, stolt Suðurnesjamanna, Hitaveitan, er farin. Með þessu áframhaldi, kjósi fólk aftur yfir sig meirihluta sem ekki hefur hag bæjarbúa að leiðarljósi, þá er bæjarfélagið Reykjanesbær á leið í gjaldþrot. Íbúarnir þurfa þá að leita á náðir, eða verða neyddir til að sameinast, öðru bæjarfélagi sem fer þá með forræði yfir því sem áður var Reykjanesbær. Þannig verður draumurinn um hið sterka sameinaða bæjarfélag orðinn að sannri martröð fyrir íbúana. Aftur að bróður mínum Er nema von að bróðir minn spyrji hvort hér búi eintómir hálfvitar. Honum finnst, eins og svo mörgum öðrum að fólk sem kýs áfram svona meirihluta, sem hefur ekkert gert nema margfalda skuldir bæjarins síðustu árin svo gjaldþrot blasi við, vera hálfvitar. Ég hins vegar trúi því að íbúar Reykjanesbæjar sjái gerðir meirihlutans síðustu árin í réttu ljósi og átti sig á því að það er ekki í lagi að fara svona með almannaeign og ráðastafa henni eins og um einkaeign væri að ræða. Ég trúi því að íbúar Reykjanesbæjar horfist í augu við vandann sem meirihlutinn hefur skapað bæjarfélaginu einn og óstuddur og neitar að horfast í augu við. Aðeins þannig er hægt að vinna á fjármálavanda bæjarins og gera Reykjanesbæ aftur að sjálfstæðu og sterku sveitafélagi. Og nú að kosningum Kæru íbúar Reykjanesbæjar, ég bið ykkur, ekki láta blekkjast af glansmynd núverndi meirihluta sem er með allt niður um sig og reynir endalaust að kenna öðrum um hvernig komið er fyrir bænum okkar. Skuldasöfnunin og sala eignanna er þeirra verk. Ekki kjósa þennan meirihluta yfir okkur einu sinni enn, kæru kjósendur. Núvernadi meirihluti Sjálfstæðismanna er búinn að sigla bænum okkar í strand, ekki leyfa þeim að brenna hann líka. Ekki láta mig þurfa að svara spurningu bróður míns játandi. Það má lesa um Peter Brixtofte og fyrrverandi sveitafélagið Farum hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Peter_Brixtofte Kristlaug María Sigurðardóttir 8. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinsælast 2010 Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þessa spurningu fékk ég í símanum fyrir stuttu, frá bróður mínum sem býr norður í landi. Hann og fleiri skilja ekki hvernig íbúar Reykjanesbæjar hafa sýnt það í skoðanakönnunum að þeir ætli að kjósa yfir sig óbreytt ástand. þ.e. algert gjaldþrot bæjarfélagsins. Sameining bæjarfélaga Fyrir 16 árum voru sveitafélögin Keflavík, Njarðvíkurnar og Hafnir sameinuð og allar eignir sveitafélagana settar í sameiginlegan pott sveitafélagsins Reykjanesbæjar. Ekki voru allir sáttir við sameininguna en þeir sem kölluðu helst eftir henni lýstu því hvernig hagræðing myndi hljótast af þessum gerningi og hagsmunum bæjarbúa væri best borgið í sameiginlegu sveitafélagi. Íbúarnir voru rúmlega tíu þúsund og möguleikar að byggja upp blómlegt samfélag úr sameinuðu sveitafélögunum töluverðir. Átta árum síðar fóru fram örlagaríkar kosningar þar sem núverandi meirihluti náði völdum og hefur haldið þeim síðan, án gagnrýni, án lýðræðis og án þess að bera hag íbúa bæjarins fyrir brjósti. Þetta er ekki gamalt sveitafélag sem berst nú í bökkum. Smá útúrdúr til sveitafélagsins Farum í Danmörku Nánast á sama tíma stjórnaði Peter Brixtofte bæjarfélaginu Farum í Danmörku og kom með nýja, róttæka stjórnunaraðferð sem var uppfrá þessu kölluð "Farum módelið" bæjarfélaginu til heiðurs. Farum módelið gekk út á það að selja allar eignir bæjarins til eignarhaldsfélags, nota hagnaðinn í allavega og allskonar fyrir hinn og þennan sem Peter Brixtofte þekkti, eða hitt og þetta sem Peter Brixtofte vildi. Snilldin fólst svo í því að leigja eignirnar aftur, en reyndar á töluvert hærra verði en það hefði kostað að halda þeim við og reka sjálf. En við þetta fékkst lausafé sem hafði verið bundið í fasteignunum, og það var jú mikilvægt fyrir bæjarstjóra sem vildi eyða peningum og reysa misvellukkuð minnismerki um sjálfann sig að hafa nóg af peningum. Aftur til Reykjanesbæjar Árið 2002 bjuggu um 11000 íbúar í Reykjanesbæ og skuldir bæjarins voru um einn milljarður. Það þýðir að hver bæjarbúi skuldaði rúmar 90 þúsund krónur og bærinn átti allar skólabyggingar, leikskólabyggingar, íþróttamannavirki, Stapann og fleira og fleira, sem sagt fullt af eignum. Þá frétti einhver af "Farum módelinu" og vildi endilega selja, bæði til að borga miljaðinn (það voru ein rökin) og líka til að losa fé svo það væri hægt að "fegra" bæinn og gera allavega og allskonar eins og sumir bæjarstjórar vilja gjarnan gera. Aftur til Farum, skömmu síðar Eftirlitsstofnun með sveitafélögum í Danmörku gerði athugasemd við skuldir bæjarfélagsins Farum sem voru orðnar svo miklar að því varð ekki bjargað. Sveitafélagið Farum, átti engar eignir og skuldaði margfalt það sem það hafði skuldað fyrir sölu eignanna. Sveitafélagið var lagt niður og íbúarnir, án þess að hafa nokkuð um það að segja, sameinaðir öðru svitafélagi. En bæjarstjórinn Peter Brixtofte var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir spillingu og mútugreiðslur nokkrum árum síðar. Aftur til Reykjanesbæjar Árið er 2010, íbúafjöldinn er um 14000 manns, hreinn pólitískur meirihluti hefur verið við völd í átta ár og nánast apað allt upp eftir Farum módeli hins dæmda glæpamanns Peters Brixtofte. Það er búið að selja allar eignirnar, og skuldirnar eru yfir 30 miljarðar, sem mér skilst að sé varlega áætlað miðað við allar bókhaldsbrellurnar sem hafa verið notaðar til að fela skuldirnar. Þetta þýðir að hver einasti íbúi Reykjanesbæjar skuldar tæpar 2,2 miljónir, og bærinn er gersamlega eignalaus og á hausnum. Meira að segja fjöreggið, stolt Suðurnesjamanna, Hitaveitan, er farin. Með þessu áframhaldi, kjósi fólk aftur yfir sig meirihluta sem ekki hefur hag bæjarbúa að leiðarljósi, þá er bæjarfélagið Reykjanesbær á leið í gjaldþrot. Íbúarnir þurfa þá að leita á náðir, eða verða neyddir til að sameinast, öðru bæjarfélagi sem fer þá með forræði yfir því sem áður var Reykjanesbær. Þannig verður draumurinn um hið sterka sameinaða bæjarfélag orðinn að sannri martröð fyrir íbúana. Aftur að bróður mínum Er nema von að bróðir minn spyrji hvort hér búi eintómir hálfvitar. Honum finnst, eins og svo mörgum öðrum að fólk sem kýs áfram svona meirihluta, sem hefur ekkert gert nema margfalda skuldir bæjarins síðustu árin svo gjaldþrot blasi við, vera hálfvitar. Ég hins vegar trúi því að íbúar Reykjanesbæjar sjái gerðir meirihlutans síðustu árin í réttu ljósi og átti sig á því að það er ekki í lagi að fara svona með almannaeign og ráðastafa henni eins og um einkaeign væri að ræða. Ég trúi því að íbúar Reykjanesbæjar horfist í augu við vandann sem meirihlutinn hefur skapað bæjarfélaginu einn og óstuddur og neitar að horfast í augu við. Aðeins þannig er hægt að vinna á fjármálavanda bæjarins og gera Reykjanesbæ aftur að sjálfstæðu og sterku sveitafélagi. Og nú að kosningum Kæru íbúar Reykjanesbæjar, ég bið ykkur, ekki láta blekkjast af glansmynd núverndi meirihluta sem er með allt niður um sig og reynir endalaust að kenna öðrum um hvernig komið er fyrir bænum okkar. Skuldasöfnunin og sala eignanna er þeirra verk. Ekki kjósa þennan meirihluta yfir okkur einu sinni enn, kæru kjósendur. Núvernadi meirihluti Sjálfstæðismanna er búinn að sigla bænum okkar í strand, ekki leyfa þeim að brenna hann líka. Ekki láta mig þurfa að svara spurningu bróður míns játandi. Það má lesa um Peter Brixtofte og fyrrverandi sveitafélagið Farum hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Peter_Brixtofte Kristlaug María Sigurðardóttir 8. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun