Viðskipti innlent

Lífeyrir bankamanna skerðist ekki

Lífeyrissjóður bankamanna þarf ekki að skerða lífeyrisréttindi vegna efnahagshrunsins, öfugt við flesta aðra lífeyrissjóði. Sjóðurinn losaði sig við hlutabréf árið 2006 og færði sig yfir í áhættuminni fjárfestingar.

Formaður stjórnar lífeyrissjóðs bankamanna, segir að sjóðurinn hafi fylgt annarri fjárfestingastefnu árin fyrir hrun en almennt tíðkaðist. Það sé ástæða þess að ekki þurfi að koma til skerðingar á lífeyrisréttindum bankamanna.

„Við vorum með minna af hlutabréfum og bréfum sem voru gefin út af fyrirtækjum," segir Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Lífeyrissjóðurinn hafi tapað mest á hlutabréfum í bönkunum og stærstu fyrirtækjunum.

Lífeyrissjóður bankamanna losaði sig að mestu við hlutabréf, innlend og erlend, árið 2006 og færði sig yfir í áhættuminni fjárfestingar, svo sem ríkisskuldabréf og innlán.

Friðbert segir lífeyrissjóðinn ekki hafa búið yfir frekari upplýsingum um stöðu bankanna en aðrir lífeyrissjóðir. „Við vorum ekki neinar upplýsingar eða þekkingu um stöðu bankanna."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×