Handbolti

Aron í byrjunarliðinu hjá Kiel og setti persónulegt markamet

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson í leiknum í kvöld.
Aron Pálmarsson í leiknum í kvöld. Mynd/ Getty Images

Aron Pálmarsson fékk tækifæri í byrjunarliði Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og stóð sig vel í öruggum 42-30 sigri á Düsseldorf. Kiel er áfram einu stig á eftir HSV Hamburg.

Aron setti nýtt persónulegt markamet í Bundesligunni með því að skora 7 mörk í leiknum en tvö af mörkum hans komu af vítalínunni. Hann hafði mest áður skorað fimm mörk í leik í þýsku úrvalsdeildinni.

Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, ákvað að hvíla sterka menn eftir erfiðan leik á móti Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeildinni um síðustu helgi. Daniel Narcisse og Filip Jicha voru sem dæmi ekki með í kvöld ekki frekar en Thierry Omeyer og Christian Sprenger.

Sturla Ásgeirsson var með 3 mörk fyrir Düsseldorf í þessum leik.

Róbert Gunnarsson skoraði eitt mark fyrir Gummersbach í 28-27 sigri á Hannover-Burgdorf en Hannes Jón Jónsson var með 3 mörk fyrir Hannover.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×