Innlent

Facebook hópur vill Black til starfa á Íslandi

William K. Black.
William K. Black.

Rúmlega tvö þúsund manns hafa skráð sig á Facebook síðu þar sem þess er krafist að stjórnvöld ráði Bandaríkjamanninn William K. Black til þess að veita ráðgjöf þegar kemur að því að sækja menn til saka fyrir afbrot í aðdraganda bankahrunsins. Black hefur dvalist hér á landi undanfarna daga og haldið fyrirlestra í Háskóla Íslands.

Black er lögfræðingur að mennt og starfaði áður hjá bandaríska fjármálaeftirlitinu. Nú um stundir kennir hann við háskólann í Missouri. Hann skrifaði einnig bók sem ber nafnið: „Besta leiðin til að ræna banka er að eigann". Í máli Blacks hefur komið fram að framferði bankamanna hér á landi fyrir hrun sé skólabókardæmi um fjársvik.

Þeir sem vilja ganga í Facebook hópinn geta gert það hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×