Seðlabankinn rannsakar skuldabréfamarkaðinn 5. nóvember 2010 09:41 Seðlabankinn mun rannsaka það sem gerðist á skuldabréfamarkaðinum í ágúst og september en þróunin á markaðinum þá hafði á sér ásýnd bólu. Þetta kom fram í ræðu Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á ráðstefnu Viðskiptaráðs Íslands sem nú stendur yfir. „Það er margt sem bendir til þess að markaðurinn hafi í einhverjum mæli misskilið yfirlýsingu peningastefnunefndar í ágúst. Af því þurfum við auðvitað að læra og reyna að gera betur," segir Már. „Ýmsir virðast hafa talið á grundvelli yfirlýsingarinnar að áform um afnám hafta hafi verið slegin af um hríð, jafnvel um einhver ár, og af þeim sökum hafi vextir verið lækkaðir svo mikið sem raun varð. Í mínum huga hins vegar tengist vaxtalækkunin þá miklu frekar lækkun verðbólgunnar en aukinni óvissu um afnám haftanna sem þó var vissulega staðreynd." Már segir að þessi yfirlýsing var gefin áður en seinni dómur Hæstaréttar féll um gengistryggð lán og þriðja endurskoðunin hjá AGS komst í höfn. Það breytist síðan með jákvæðum hætti fyrir septemberfund peningastefnunefndar og því varð innihald yfirlýsingarinnar annað en í ágúst hvað vaðar skilyrðin fyrir afnámi hafta. Það voru hins vegar aðstæðurnar sem höfðu breyst en ekki stefnan. Fram kom í máli seðlabankastjóra að þróun ávöxtunarkröfu á ríkisverðbréfum í ágúst og september hefur á sér ásýnd bólu en slíku ferli hefur oft verið lýst þannig að farið sé niður stigann og upp með lyftunni eða öfugt þegar horft er á verð fremur en ávöxtun. „Það er því líklegt að fleiri þættir hafi verið að verki en misskilningur varðandi yfirlýsingar peningastefnunefndar. Þar gæti verið um að ræða óvenjumiklar skuldsettar stöður, skipulag og virkni markaðarins og svo hefðbundin bóluhegðun þar sem taugarnar eru þandar til hins ítrasta rétt áður en bólan springur," segir Már. „Seðlabankinn mun fyrir sitt leyti rannsaka það sem þarna gerðist og draga af því viðeigandi lærdóma. En það gæti verið gagnlegt fyrir fleiri. Í öllu falli er ljóst að vilji markaðsaðilar taka skuldsett veðmál um að höftin verði hér svo árum skiptir þá er þeim það frjálst. En þeir gera það á eigin ábyrgð. Afnám haftanna á vissulega töluvert lengra í land en kannski ýmsir töldu í haust en áralangur frestur er ekki í samræmi við þau áform sem lýst hefur verið." Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Seðlabankinn mun rannsaka það sem gerðist á skuldabréfamarkaðinum í ágúst og september en þróunin á markaðinum þá hafði á sér ásýnd bólu. Þetta kom fram í ræðu Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á ráðstefnu Viðskiptaráðs Íslands sem nú stendur yfir. „Það er margt sem bendir til þess að markaðurinn hafi í einhverjum mæli misskilið yfirlýsingu peningastefnunefndar í ágúst. Af því þurfum við auðvitað að læra og reyna að gera betur," segir Már. „Ýmsir virðast hafa talið á grundvelli yfirlýsingarinnar að áform um afnám hafta hafi verið slegin af um hríð, jafnvel um einhver ár, og af þeim sökum hafi vextir verið lækkaðir svo mikið sem raun varð. Í mínum huga hins vegar tengist vaxtalækkunin þá miklu frekar lækkun verðbólgunnar en aukinni óvissu um afnám haftanna sem þó var vissulega staðreynd." Már segir að þessi yfirlýsing var gefin áður en seinni dómur Hæstaréttar féll um gengistryggð lán og þriðja endurskoðunin hjá AGS komst í höfn. Það breytist síðan með jákvæðum hætti fyrir septemberfund peningastefnunefndar og því varð innihald yfirlýsingarinnar annað en í ágúst hvað vaðar skilyrðin fyrir afnámi hafta. Það voru hins vegar aðstæðurnar sem höfðu breyst en ekki stefnan. Fram kom í máli seðlabankastjóra að þróun ávöxtunarkröfu á ríkisverðbréfum í ágúst og september hefur á sér ásýnd bólu en slíku ferli hefur oft verið lýst þannig að farið sé niður stigann og upp með lyftunni eða öfugt þegar horft er á verð fremur en ávöxtun. „Það er því líklegt að fleiri þættir hafi verið að verki en misskilningur varðandi yfirlýsingar peningastefnunefndar. Þar gæti verið um að ræða óvenjumiklar skuldsettar stöður, skipulag og virkni markaðarins og svo hefðbundin bóluhegðun þar sem taugarnar eru þandar til hins ítrasta rétt áður en bólan springur," segir Már. „Seðlabankinn mun fyrir sitt leyti rannsaka það sem þarna gerðist og draga af því viðeigandi lærdóma. En það gæti verið gagnlegt fyrir fleiri. Í öllu falli er ljóst að vilji markaðsaðilar taka skuldsett veðmál um að höftin verði hér svo árum skiptir þá er þeim það frjálst. En þeir gera það á eigin ábyrgð. Afnám haftanna á vissulega töluvert lengra í land en kannski ýmsir töldu í haust en áralangur frestur er ekki í samræmi við þau áform sem lýst hefur verið."
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira