Erlent

Upprættu kannabisekrur að verðmæti 200 milljarða

Lögreglan í Kaliforníu hefur upprætt viðamiklar kannabisekrur í nágrenni Sierra Nevada fjallanna. Verðmæti kannabisins sem lagt var hald á nemur um 200 milljörðum króna.

Greint er frá málinu á BBC en þar segir að í þessum aðgerðum lögreglunnar hafi tæplega 100 manns verið handteknir og eru flestir þeirra mexíkanskir ríkisborgar sem taldir eru tengdir fíkniefnagengjum í Mexíkó.

Sérfræðingar telja að mexíkanskir glæpamenn séu í auknum mæli farnir að rækta kannabis í Bandaríkjunum í stað þess að smygla því frá Mexíkó.

Um 450 lögreglumenn frá bæði ríkis- og alríkislögreglunni tók átt í þessari aðgerð og þeir fundu meir en hundrað staði við fjöllin þar sem kannabis var ræktað, víða í það miklu magni að segja má að um iðnaðarframleiðslu var að ræða. Þar að auki var fleiri tonnum af áburði og ýmsu öðru tengt ræktuninni eytt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×