Ofbeldisverkum fíkniefnagengja í Mexíkó fer stöðugt fjölgandi þótt rúmlega þrjú ár séu liðin frá því að forseti landsins lýsti yfir stríði gegn þeim.
Yfir 28.000 manns hafa fallið í átökum gengjanna frá árinu 2006. Samkvæmt talsmanni forsetans eru skráð átök milli fíkniefnagengja og öryggissveita landsins nú orðin um 1.000 á síðustu þremur árum eða ein átök á dag að meðaltali.
Lögreglan og herinn hafa lagt hald á 84.000 vopn á þessu tímabili sem og 400 milljónir dollara sem taldir eru gróði af fíkniefnaviðskiptum.