Viðskipti innlent

Héraðsdómur hafnaði kröfu FME á hendur Landsbanka

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Fjármálaeftirlitsins (FME) á hendur Landsbankanum.

Krafan, sem var búskrafa, hljóðaði upp á rúmar 117 milljónir króna og var gerð vegna vinnu Fjármálaeftirlitsins við þrotabú Landsbankans áður en skilanefnd tók við því.

Krafan náði yfir laun og kostnað starfsmanna Fjármálaeftirlitsins mánuðina frá október 2008 og fram til mars árið eftir.

Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ríkissjóði bæri að greiða þessa kröfu en ekki Landsbankanum og vitnaði í löggjöf um skilanefndir og slitastjórnir sem samþykkt var á Alþingi í upphafi ársins 2009 máli sínu til stuðnings.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×