Lífið

Á leið upp að altarinu í níunda sinn?

Mynd/AFP
Leikkonan Elizabeth Taylor er í bandarískum fjölmiðlum sögð á leið upp að altarinu í níunda sinn. Fullyrt er að hún og umboðsmaðurinn Jason Winters hafi nýverið trúlofað sig. Hann er 49 ára en hún er 78 ára. Þau hafa verið saman undanfarin þrjú ár.

Taylor var tvívegis gift breska leikaranum Richard Burton. Hún var síðast gift Larry Fortensky en þau skildu árið 1996 eftir fimm ára hjónaband.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.