Viðskipti innlent

Ísland og Noregur landa 42% af öllum fiski í Evrópu

Tvö lönd, Ísland og Noregur, standa að baki 42% af öllum löndunum á fiski, unnum og óunnum, í Evrópu þ.e. löndunum innan ESB og EES. Þessi staða mun nær örugglega ekkert breytast í fyrirsjáanlegri framtíð að því er segir í frétt um málið á vefsíðunni FISHupdate.com.

Fram kemur að fréttin byggir á tölum frá árinu 2008 en nýrri tölur eru ekki til. Þetta ár var alls landað 8,2 milljónum tonna af fiski í Evrópuhöfnum. Af því magni komu 2,2 milljónir tonna frá Noregi eða 26,8% af heildinni. Ísland kemur svo næst á eftir Norðmönnum með 15,2% af heildinni.

FISHupdate segir að í tölunum um landanir á fiski frá Noregi er ekki vitað hvort eldisfiskur sé þar með talinn en hann er orðinn stór hluti af öllum fiskútflutningi frá landinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×