Lífið

Örverk í Listasafni

Harpa Arnardóttir
Harpa Arnardóttir

Barnamenningarhátíð hefst á mánudag í Reykjavík og verður mikið um að vera víða um borgina. Í Listasafni Íslands opnar í dag sýning í tengslum við hátíðina og á morgun hefst þar sýningarröð einleikja eða örverka eftir ýmsa höfunda sem Harpa Arnardóttir hefur umsjón með:

þar koma fram höfundar á borð við Hörpu sjálfa, Örvar Þóreyjarson Smárason, Harald Jónsson og Auði Övu Ólafsdóttur. Verkin verða flutt í hádeginu frá sunnudegi og eru flytjendur ekki af verri endanum:

Karl Guðmundsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Edda Björg, Friðrik Friðriksson, Ingvar Sigurðsson svo nokkrir séu nefndir. Viðfangsefnin eru forvitnileg: Mar­glytta, Krummi, Járnsmiður, Ánamaðkur, Steypireiður og Sæhestur og er þá ekki allt upptalið. Verkin hafa verið hljóðrituð og er mögulegt að hlýða á þau í hljóðriti í heimsókn í safnið. Hin formlega dagskrá hefst á mánudag og er best að nálgast hana á vef Reykjavíkur. - pbb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.