Verkefni í Noregi skila Ístaki 11 milljörðum króna 19. nóvember 2010 05:30 Framkvæmdir Ístaks við grjótgarð í Gryllefjord í Norður-Noregi hófust á þessu ári og á að ljúka í lok næsta árs. Mynd/Þorgils Arason „Þetta er algert lykilatriði fyrir okkur,“ segir Ásgeir Loftsson, yfirverkfræðingur hjá Ístaki, um sjö verkefni fyrirtækisins í Noregi sem samtals eru upp á um 11 milljarða króna. „Þeim verkefnum sem voru í gangi fyrir hrunið hefur verið að ljúka og það er orðið mjög lítið að gera hérna heima,“ segir Ásgeir, sem kveður Ístak því horfa út fyrir landsteinana. Fyrirtækið hafi meðal annars boðið í mörg verk í Noregi. „Við höfum bara fengið brot af þeim verkefnum sem við höfum reynt að fá.“ Í síðustu viku var Ístak lægstbjóðandi í nýju jarðgangaverkefni. Með því er andvirði núverandi samninga Ístaks í Noregi komið í tæpar 600 milljónir norskra króna, sem svarar til áðurnefndra 11 milljarða íslenskra króna. „Þetta var fyrst og fremst hugsað til að tryggja okkar starfsmönnum vinnu þegar botninn datt úr þessu hérna heima. Fyrstu verkin komu inn í apríl á síðasta ári og byrjuðu þá um haustið þannig að við erum búnir að vera í þessari lotu í rúmt eitt ár,“ segir Ásgeir. Verkefni Ístaks í Noregi eru allt frá Bergen og til Norður-Noregs. Um er að ræða þrenn jarðgöng, tvo grjótgarða og síðan dýpkunarverkefni við hafnir. Ásgeir segir starfsmennina ytra aðallega vera Íslendinga. „Það eru yfir tvö hundruð manns að vinna þarna. Grunnurinn er gamlir og góðir Ístaksstarfsmenn en svo hefur eitthvað bæst við líka af góðu fólki,“ segir hann. Stærstu verkefni Ístaks erlendis eru hins vegar í Grænlandi þar sem yfir hundrað manns voru í sumar. Verið er að ljúka við skóla í Nuuk og byggingu vatnsaflsvirkjunar í Ilulissat við Diskóflóa á að ljúka árið 2013. Þetta eru verk upp á samtals um 15 milljarða króna. Þess utan er Ístak nú að reisa byggingar við viðlegukant fyrir skemmtiferðaskip á Jamaíka. Þar eru nú um tuttugu starfsmenn frá fyrirtækinu. Með þessum verkum nálgast upphæð núverandi verksamninga Ístaks erlendis 30 milljarða. Sem fyrr segir er verkefnastaðan á Íslandi bágborin. „En það er kannski Búðarhálsvirkjun sem er vonarglætan í þessu hjá okkur,“ segir Ásgeir. Heildarverkið þar er upp á um tíu milljarða en óvissa er um framgang þess. „Það eru ákveðnir fyrirvarar um fjármögnun en við erum þó byrjaðir á fyrsta hlutanum.“ gar@frettabladid.is Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
„Þetta er algert lykilatriði fyrir okkur,“ segir Ásgeir Loftsson, yfirverkfræðingur hjá Ístaki, um sjö verkefni fyrirtækisins í Noregi sem samtals eru upp á um 11 milljarða króna. „Þeim verkefnum sem voru í gangi fyrir hrunið hefur verið að ljúka og það er orðið mjög lítið að gera hérna heima,“ segir Ásgeir, sem kveður Ístak því horfa út fyrir landsteinana. Fyrirtækið hafi meðal annars boðið í mörg verk í Noregi. „Við höfum bara fengið brot af þeim verkefnum sem við höfum reynt að fá.“ Í síðustu viku var Ístak lægstbjóðandi í nýju jarðgangaverkefni. Með því er andvirði núverandi samninga Ístaks í Noregi komið í tæpar 600 milljónir norskra króna, sem svarar til áðurnefndra 11 milljarða íslenskra króna. „Þetta var fyrst og fremst hugsað til að tryggja okkar starfsmönnum vinnu þegar botninn datt úr þessu hérna heima. Fyrstu verkin komu inn í apríl á síðasta ári og byrjuðu þá um haustið þannig að við erum búnir að vera í þessari lotu í rúmt eitt ár,“ segir Ásgeir. Verkefni Ístaks í Noregi eru allt frá Bergen og til Norður-Noregs. Um er að ræða þrenn jarðgöng, tvo grjótgarða og síðan dýpkunarverkefni við hafnir. Ásgeir segir starfsmennina ytra aðallega vera Íslendinga. „Það eru yfir tvö hundruð manns að vinna þarna. Grunnurinn er gamlir og góðir Ístaksstarfsmenn en svo hefur eitthvað bæst við líka af góðu fólki,“ segir hann. Stærstu verkefni Ístaks erlendis eru hins vegar í Grænlandi þar sem yfir hundrað manns voru í sumar. Verið er að ljúka við skóla í Nuuk og byggingu vatnsaflsvirkjunar í Ilulissat við Diskóflóa á að ljúka árið 2013. Þetta eru verk upp á samtals um 15 milljarða króna. Þess utan er Ístak nú að reisa byggingar við viðlegukant fyrir skemmtiferðaskip á Jamaíka. Þar eru nú um tuttugu starfsmenn frá fyrirtækinu. Með þessum verkum nálgast upphæð núverandi verksamninga Ístaks erlendis 30 milljarða. Sem fyrr segir er verkefnastaðan á Íslandi bágborin. „En það er kannski Búðarhálsvirkjun sem er vonarglætan í þessu hjá okkur,“ segir Ásgeir. Heildarverkið þar er upp á um tíu milljarða en óvissa er um framgang þess. „Það eru ákveðnir fyrirvarar um fjármögnun en við erum þó byrjaðir á fyrsta hlutanum.“ gar@frettabladid.is
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira