Sjálfsvíg - hvað svo? 10. nóvember 2010 06:00 Vart er hægt að hugsa sér þyngra áfall í lífinu en þegar einhver sem maður elskar ákveður að stytta sér aldur. Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu eru sjálfsvíg á Íslandi um 12,8 sjálfsvíg á hverja 100.000 íbúa. Þessi tala sveiflast reyndar mikið milli ára og er hér miðað við nokkurra ára meðaltal. Þetta þýðir að þrír til fjórir einstaklingar að meðaltali svipta sig lífi í hverjum mánuði á Íslandi samkvæmt áðurnefndum upplýsingum. Það er mun fleira en ferst í umferðarslysum á Íslandi. Þannig lést árið 2008 að meðaltali einn í umferðinni í hverjum mánuði. Það er varlegt að áætla að hvert sjálfsvíg snerti með þungbærum hætti tíu manns. Á hverju ári eru þvi nokkur hundruð Íslendingar sem þurfa að takast á við þá erfiðu reynslu að einhver þeim nákominn ákvað að enda líf sitt. Þá eru ótaldir allir þeir sem áður hafa gengið í gegnum slíkt áfall. Meðal þeirra sem sinna sálgæslu vegna sorgar og áfalla hefur verið sagt að skyndilegt ótímabært andlát geri nánustu ættingja að 50 % öryrkjum næstu misserin á eftir. Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð hefur lengi unnið að því að styðja þau sem þurft hafa að takast á við sjálfsvíg ástvina eða ættingja. N.k. fimmtudagskvöld 11. nóvember heldur sr. Svavar Stefánsson fyrirlestur á vegum Nýrrar dögunar um sjálfsvíg og þá sorgarúrvinnslu sem þarf að fylgja í kjölfarið. Sr. Svavar hefur áratuga reynslu svo og menntun í sálgæslu í kjölfar sjálfsvíga. Fyrirlesturinn hefst kl. 20:30 og er í safnaðarheimili Háteigskirkju og er öllum opinn. Þá verður einnig við sama tækifæri skráð í stuðningshóp fyrir aðstandendur en hann hefst mánudaginn 15. nóvember. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Vart er hægt að hugsa sér þyngra áfall í lífinu en þegar einhver sem maður elskar ákveður að stytta sér aldur. Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu eru sjálfsvíg á Íslandi um 12,8 sjálfsvíg á hverja 100.000 íbúa. Þessi tala sveiflast reyndar mikið milli ára og er hér miðað við nokkurra ára meðaltal. Þetta þýðir að þrír til fjórir einstaklingar að meðaltali svipta sig lífi í hverjum mánuði á Íslandi samkvæmt áðurnefndum upplýsingum. Það er mun fleira en ferst í umferðarslysum á Íslandi. Þannig lést árið 2008 að meðaltali einn í umferðinni í hverjum mánuði. Það er varlegt að áætla að hvert sjálfsvíg snerti með þungbærum hætti tíu manns. Á hverju ári eru þvi nokkur hundruð Íslendingar sem þurfa að takast á við þá erfiðu reynslu að einhver þeim nákominn ákvað að enda líf sitt. Þá eru ótaldir allir þeir sem áður hafa gengið í gegnum slíkt áfall. Meðal þeirra sem sinna sálgæslu vegna sorgar og áfalla hefur verið sagt að skyndilegt ótímabært andlát geri nánustu ættingja að 50 % öryrkjum næstu misserin á eftir. Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð hefur lengi unnið að því að styðja þau sem þurft hafa að takast á við sjálfsvíg ástvina eða ættingja. N.k. fimmtudagskvöld 11. nóvember heldur sr. Svavar Stefánsson fyrirlestur á vegum Nýrrar dögunar um sjálfsvíg og þá sorgarúrvinnslu sem þarf að fylgja í kjölfarið. Sr. Svavar hefur áratuga reynslu svo og menntun í sálgæslu í kjölfar sjálfsvíga. Fyrirlesturinn hefst kl. 20:30 og er í safnaðarheimili Háteigskirkju og er öllum opinn. Þá verður einnig við sama tækifæri skráð í stuðningshóp fyrir aðstandendur en hann hefst mánudaginn 15. nóvember.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar