Sjálfsvíg - hvað svo? 10. nóvember 2010 06:00 Vart er hægt að hugsa sér þyngra áfall í lífinu en þegar einhver sem maður elskar ákveður að stytta sér aldur. Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu eru sjálfsvíg á Íslandi um 12,8 sjálfsvíg á hverja 100.000 íbúa. Þessi tala sveiflast reyndar mikið milli ára og er hér miðað við nokkurra ára meðaltal. Þetta þýðir að þrír til fjórir einstaklingar að meðaltali svipta sig lífi í hverjum mánuði á Íslandi samkvæmt áðurnefndum upplýsingum. Það er mun fleira en ferst í umferðarslysum á Íslandi. Þannig lést árið 2008 að meðaltali einn í umferðinni í hverjum mánuði. Það er varlegt að áætla að hvert sjálfsvíg snerti með þungbærum hætti tíu manns. Á hverju ári eru þvi nokkur hundruð Íslendingar sem þurfa að takast á við þá erfiðu reynslu að einhver þeim nákominn ákvað að enda líf sitt. Þá eru ótaldir allir þeir sem áður hafa gengið í gegnum slíkt áfall. Meðal þeirra sem sinna sálgæslu vegna sorgar og áfalla hefur verið sagt að skyndilegt ótímabært andlát geri nánustu ættingja að 50 % öryrkjum næstu misserin á eftir. Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð hefur lengi unnið að því að styðja þau sem þurft hafa að takast á við sjálfsvíg ástvina eða ættingja. N.k. fimmtudagskvöld 11. nóvember heldur sr. Svavar Stefánsson fyrirlestur á vegum Nýrrar dögunar um sjálfsvíg og þá sorgarúrvinnslu sem þarf að fylgja í kjölfarið. Sr. Svavar hefur áratuga reynslu svo og menntun í sálgæslu í kjölfar sjálfsvíga. Fyrirlesturinn hefst kl. 20:30 og er í safnaðarheimili Háteigskirkju og er öllum opinn. Þá verður einnig við sama tækifæri skráð í stuðningshóp fyrir aðstandendur en hann hefst mánudaginn 15. nóvember. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Vart er hægt að hugsa sér þyngra áfall í lífinu en þegar einhver sem maður elskar ákveður að stytta sér aldur. Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu eru sjálfsvíg á Íslandi um 12,8 sjálfsvíg á hverja 100.000 íbúa. Þessi tala sveiflast reyndar mikið milli ára og er hér miðað við nokkurra ára meðaltal. Þetta þýðir að þrír til fjórir einstaklingar að meðaltali svipta sig lífi í hverjum mánuði á Íslandi samkvæmt áðurnefndum upplýsingum. Það er mun fleira en ferst í umferðarslysum á Íslandi. Þannig lést árið 2008 að meðaltali einn í umferðinni í hverjum mánuði. Það er varlegt að áætla að hvert sjálfsvíg snerti með þungbærum hætti tíu manns. Á hverju ári eru þvi nokkur hundruð Íslendingar sem þurfa að takast á við þá erfiðu reynslu að einhver þeim nákominn ákvað að enda líf sitt. Þá eru ótaldir allir þeir sem áður hafa gengið í gegnum slíkt áfall. Meðal þeirra sem sinna sálgæslu vegna sorgar og áfalla hefur verið sagt að skyndilegt ótímabært andlát geri nánustu ættingja að 50 % öryrkjum næstu misserin á eftir. Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð hefur lengi unnið að því að styðja þau sem þurft hafa að takast á við sjálfsvíg ástvina eða ættingja. N.k. fimmtudagskvöld 11. nóvember heldur sr. Svavar Stefánsson fyrirlestur á vegum Nýrrar dögunar um sjálfsvíg og þá sorgarúrvinnslu sem þarf að fylgja í kjölfarið. Sr. Svavar hefur áratuga reynslu svo og menntun í sálgæslu í kjölfar sjálfsvíga. Fyrirlesturinn hefst kl. 20:30 og er í safnaðarheimili Háteigskirkju og er öllum opinn. Þá verður einnig við sama tækifæri skráð í stuðningshóp fyrir aðstandendur en hann hefst mánudaginn 15. nóvember.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar