Lífið

Rambo snýr ekki aftur

Stallone segir að Rambo hafi loksins sungið sitt síðasta.
Stallone segir að Rambo hafi loksins sungið sitt síðasta.
Vöðvabúntið Sylvester Stallone segir að 99 prósenta líkur séu á því að sögupersónan Rambo snúi ekki aftur á hvíta tjaldið. Tvö ár eru liðin síðan fjórða Rambo-myndin kom út við ágætar undir­tektir. Þá voru tuttugu ár liðin frá gerð Rambo III.

„Ég held að Rambo hafi sungið sitt síðasta. Ég held að hann snúi ekki aftur. Ég er 99 prósent viss," sagði Stallone. „Ég er mjög ánægður með síðustu mynd sem gerðist í Búrma. „Ég vildi að hún sýndi hvernig borgarastyrjöld gengur fyrir sig í raun og veru. Það er ekki hægt að fegra slíka hluti."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.