Lífið

Ólafur og Dorrit í partý í Köben: Margrét Danadrottning 70 ára

Ólafur og Dorrit mæta í sínu fínasta pússi í Konungshöllina á föstudagskvöld.
Ólafur og Dorrit mæta í sínu fínasta pússi í Konungshöllina á föstudagskvöld.
Búast má við miklu sjónarspili þegar Danir flykkjast út á götu til að fagna sjötugsafmæli Margrétar Þórhildar Danadrottningar á föstudag.

Alla þessa viku hefur konungsfjölskyldan fagnað afmælinu, ýmist á opnunum listasýninga eða í veislum. Hápunktinum verður þó náð á föstudag þegar Margrét keyrir um götur Kaupmannahafnar í opnum hestvagni og veifar pöpulnum eftir kúnstnarinnar reglum.

Um kvöldið verður síðan haldin veisla í Konungshöllinni þar sem búast má við fríðum flokki þjóðhöfðingja og evrópsks konungsfólks. Ólafur Ragnar og Dorrit láta sig að sjálfsögðu ekki vanta á svæðið og hafa þegið boð drottningar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.