Stórleikur Jeff Bridges 19. apríl 2010 06:00 Jeff Bridges fer á kostum í Crazy Heart. Crazy Heart: fjórar stjörnur Leikstjóri: Scott Cooper Aðalhlutverk: Jeff Bridges, Colin Farrell, Maggie Gyllenhaal, Robert Duvall, og Beth Grant. Crazy Heart fjallar um tónlistarmanninn Bad Blake sem má muna fífil sinn fegurri. Óskarsverðlaunahafinn Jeff Bridges fer með hlutverk hinnar tragíkómísk andhetju, Bad Blake, sem eytt hefur ævinni í drykkjuskap, kvennafar og tónleikahald í afskekktum smábæjum í Suðurríkjunum. Hann dreymir um að rísa aftur til frægðar og með aðstoð blaðakonunnar Jean, sem leikin er af Maggie Gyllenhaal, reynir hann að koma lífi sínu í réttan farveg á ný en uppgötvar í leiðinni hversu hart lífið getur leikið gamlan mann. Bridges hlaut Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni og réttilega svo því hann er sérstaklega sannfærandi sem hinn lánlausi tónlistarmaður Bad Blake og án hans hefði myndin eflaust ekki náð sömu hæðum. Þetta er frumraun leikstjórans Scotts Cooper, en hann starfaði áður sem leikari um tíu ára skeið þar til hann sneri sér að leikstjórn. Crazy Heart hefur fengið frábæra dóma víða og er vel þess virði að sjá, þó ekki sé nema til að vitna frábæran leik Bridges. Sara McMahon Niðurstaða: Góð kvikmynd með hreint frábærum leikara. Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Crazy Heart: fjórar stjörnur Leikstjóri: Scott Cooper Aðalhlutverk: Jeff Bridges, Colin Farrell, Maggie Gyllenhaal, Robert Duvall, og Beth Grant. Crazy Heart fjallar um tónlistarmanninn Bad Blake sem má muna fífil sinn fegurri. Óskarsverðlaunahafinn Jeff Bridges fer með hlutverk hinnar tragíkómísk andhetju, Bad Blake, sem eytt hefur ævinni í drykkjuskap, kvennafar og tónleikahald í afskekktum smábæjum í Suðurríkjunum. Hann dreymir um að rísa aftur til frægðar og með aðstoð blaðakonunnar Jean, sem leikin er af Maggie Gyllenhaal, reynir hann að koma lífi sínu í réttan farveg á ný en uppgötvar í leiðinni hversu hart lífið getur leikið gamlan mann. Bridges hlaut Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni og réttilega svo því hann er sérstaklega sannfærandi sem hinn lánlausi tónlistarmaður Bad Blake og án hans hefði myndin eflaust ekki náð sömu hæðum. Þetta er frumraun leikstjórans Scotts Cooper, en hann starfaði áður sem leikari um tíu ára skeið þar til hann sneri sér að leikstjórn. Crazy Heart hefur fengið frábæra dóma víða og er vel þess virði að sjá, þó ekki sé nema til að vitna frábæran leik Bridges. Sara McMahon Niðurstaða: Góð kvikmynd með hreint frábærum leikara.
Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira