Stórleikur Jeff Bridges 19. apríl 2010 06:00 Jeff Bridges fer á kostum í Crazy Heart. Crazy Heart: fjórar stjörnur Leikstjóri: Scott Cooper Aðalhlutverk: Jeff Bridges, Colin Farrell, Maggie Gyllenhaal, Robert Duvall, og Beth Grant. Crazy Heart fjallar um tónlistarmanninn Bad Blake sem má muna fífil sinn fegurri. Óskarsverðlaunahafinn Jeff Bridges fer með hlutverk hinnar tragíkómísk andhetju, Bad Blake, sem eytt hefur ævinni í drykkjuskap, kvennafar og tónleikahald í afskekktum smábæjum í Suðurríkjunum. Hann dreymir um að rísa aftur til frægðar og með aðstoð blaðakonunnar Jean, sem leikin er af Maggie Gyllenhaal, reynir hann að koma lífi sínu í réttan farveg á ný en uppgötvar í leiðinni hversu hart lífið getur leikið gamlan mann. Bridges hlaut Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni og réttilega svo því hann er sérstaklega sannfærandi sem hinn lánlausi tónlistarmaður Bad Blake og án hans hefði myndin eflaust ekki náð sömu hæðum. Þetta er frumraun leikstjórans Scotts Cooper, en hann starfaði áður sem leikari um tíu ára skeið þar til hann sneri sér að leikstjórn. Crazy Heart hefur fengið frábæra dóma víða og er vel þess virði að sjá, þó ekki sé nema til að vitna frábæran leik Bridges. Sara McMahon Niðurstaða: Góð kvikmynd með hreint frábærum leikara. Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Crazy Heart: fjórar stjörnur Leikstjóri: Scott Cooper Aðalhlutverk: Jeff Bridges, Colin Farrell, Maggie Gyllenhaal, Robert Duvall, og Beth Grant. Crazy Heart fjallar um tónlistarmanninn Bad Blake sem má muna fífil sinn fegurri. Óskarsverðlaunahafinn Jeff Bridges fer með hlutverk hinnar tragíkómísk andhetju, Bad Blake, sem eytt hefur ævinni í drykkjuskap, kvennafar og tónleikahald í afskekktum smábæjum í Suðurríkjunum. Hann dreymir um að rísa aftur til frægðar og með aðstoð blaðakonunnar Jean, sem leikin er af Maggie Gyllenhaal, reynir hann að koma lífi sínu í réttan farveg á ný en uppgötvar í leiðinni hversu hart lífið getur leikið gamlan mann. Bridges hlaut Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni og réttilega svo því hann er sérstaklega sannfærandi sem hinn lánlausi tónlistarmaður Bad Blake og án hans hefði myndin eflaust ekki náð sömu hæðum. Þetta er frumraun leikstjórans Scotts Cooper, en hann starfaði áður sem leikari um tíu ára skeið þar til hann sneri sér að leikstjórn. Crazy Heart hefur fengið frábæra dóma víða og er vel þess virði að sjá, þó ekki sé nema til að vitna frábæran leik Bridges. Sara McMahon Niðurstaða: Góð kvikmynd með hreint frábærum leikara.
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira