Erlent

Minnsti maður veraldar látinn

He Pingping heldur í höndina á stærsta manni veraldar.
He Pingping heldur í höndina á stærsta manni veraldar.

Kínverjinn He Pingpin er látinn aðeins 22 ára gamall en hann var minnsti maður veraldar. Hann var ekki nema 74,6 sentímetrar á hæð. Kínverjinn smái var úrskurðaður látinn á laugardaginn samkvæmt fréttavef breska ríkissjónvarpsins (BBC). Aftur á móti var ekki tilkynnt um ótímabært andlát Pingpings fyrr en í dag.

Pingping var í Róm á Ítalíu við upptökur á auglýsingu þegar hann kvartaði undan verk fyrir brjósti. Hann var lagður inn á spítala í kjölfarið. Tveimur vikum síðar lést hann á sama spítala.

Pinping var fæddur 1988 og var frá Wulanchabu í Kína. Heimsmetabók Guinnes viðurkenndi hann sem minnsta mann veraldar árið 2008. Fjölskylda Pingping hefur óskað eftir jarðneskum leifum Pingpings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×